Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 33

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 33
Baldur Jónsson organisti Baldur Jónsson, bóndi á Grýtubakka í Höfðahverfi og organisti við Grenivíkur- kirkju, fæddist að Mýri í Bárðardal 18. júlí 1916. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir og Jón Karlsson, sem lengi bjuggu á Mýri og komu þar upp stórum og mannvænlegum barnahópi. Systkinahópurinn á Mýri var ákaflega söngvinn, eins og hann átti kyn og uppeldi til og söngur og hljóðfæraleikur var iðkaður þar af list og gleði. Baldur lærði því að leika ofurlítið á hljóðfæri þegar á barnsaldri hjá föður sínum, er var organisti í Lundarbrekkukirkju í mörg ár. Síðar lærði Baldur hljóðfæraleik og tónfræði hjá bróður sínum, Páli H. Jónssyni, söngkennara og tónskáldi á Laugum, og lék þá einnig á píanó. En sú kennsla varð þó aldrei eins mikil og löngun stóð til, því að aðrar lífsannir kölluðu að. Árið 1 947 kvongaðist Baldur Arnbjörgu Aradóttur á Grýtubakka í Höfðahverfi og hóf þar búskap. Þá gerðist hann organisti við Grenivíkurkirkju og var það í rúm þrjátíu ár eða til dauðadags. Hann varðbráðkvaddur viðguðsþjónustu íkirkjunni 12. apríl 1979. Baldur var einnig um árabil organisti við Laufáskirkju. Tónlistarmenntun Baldurs var fyrst og fremst mikið og sívökult sjálfsnám með óþreytandi áhuga á sönglist, og þar byggði hann á þeirri litlu tilsögn, sem hann hafði notið áður. Hann var afar söngelskur, hafði fallega rödd og næmt tóneyra. Jafnframt kirkjusöngnum á Grenivík æfði Baldur margs konar sönglög með kór sínum, sem sungin voru við ýmis tækifæri. Kirkjukórinn var í Kirkjukórasambandi prófastsdæmis S.-Þing. og tók þátt í flestum eða öllum söngmótum sambandsins, síðast í mjög fjölmennu söngmóti á Laugum 9. apríl 1978. ORGANISTABLAÐIÐ 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.