Organistablaðið - 01.12.1979, Page 33

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 33
Baldur Jónsson organisti Baldur Jónsson, bóndi á Grýtubakka í Höfðahverfi og organisti við Grenivíkur- kirkju, fæddist að Mýri í Bárðardal 18. júlí 1916. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Jónsdóttir og Jón Karlsson, sem lengi bjuggu á Mýri og komu þar upp stórum og mannvænlegum barnahópi. Systkinahópurinn á Mýri var ákaflega söngvinn, eins og hann átti kyn og uppeldi til og söngur og hljóðfæraleikur var iðkaður þar af list og gleði. Baldur lærði því að leika ofurlítið á hljóðfæri þegar á barnsaldri hjá föður sínum, er var organisti í Lundarbrekkukirkju í mörg ár. Síðar lærði Baldur hljóðfæraleik og tónfræði hjá bróður sínum, Páli H. Jónssyni, söngkennara og tónskáldi á Laugum, og lék þá einnig á píanó. En sú kennsla varð þó aldrei eins mikil og löngun stóð til, því að aðrar lífsannir kölluðu að. Árið 1 947 kvongaðist Baldur Arnbjörgu Aradóttur á Grýtubakka í Höfðahverfi og hóf þar búskap. Þá gerðist hann organisti við Grenivíkurkirkju og var það í rúm þrjátíu ár eða til dauðadags. Hann varðbráðkvaddur viðguðsþjónustu íkirkjunni 12. apríl 1979. Baldur var einnig um árabil organisti við Laufáskirkju. Tónlistarmenntun Baldurs var fyrst og fremst mikið og sívökult sjálfsnám með óþreytandi áhuga á sönglist, og þar byggði hann á þeirri litlu tilsögn, sem hann hafði notið áður. Hann var afar söngelskur, hafði fallega rödd og næmt tóneyra. Jafnframt kirkjusöngnum á Grenivík æfði Baldur margs konar sönglög með kór sínum, sem sungin voru við ýmis tækifæri. Kirkjukórinn var í Kirkjukórasambandi prófastsdæmis S.-Þing. og tók þátt í flestum eða öllum söngmótum sambandsins, síðast í mjög fjölmennu söngmóti á Laugum 9. apríl 1978. ORGANISTABLAÐIÐ 33

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.