Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 34

Organistablaðið - 01.12.1979, Síða 34
Auk þjónustu við kirkju sína og kirkjukór stjórnaöi Baldur almennum söng við fjölda tækifæra í heimabyggð, og kirkjukórinn söng margsinnis undir stjórn hans utan kirkju. Baldur Jónsson var hár maður og fríður sýnum, gjörvimenni og gleðimaður, sem öllum þótti vænt um, er kynntust honum. Hann var viðkvæmur í lund og öllum nærgætinn og vinsamlegurog þvível látinn og vinmargur, enda valmenni. Andrés Kristjánsson Helgi Hallgrímsson. Helgi Hallgrímsson lést 23. maí 1979. Fæddur var hann 14. apríl 1891. Glaður og reifur náði hann háum aldri. Snemma komu í Ijósgóöirtónlistarhæfileikar hjá honum. Hann lauk kennaraprófi 1912. Tónlistarkennarar hans voru Brynjólfur Þorláksson og Sigfús Einarsson. Helgi kenndi fyrst í Keflavík en síðan á Eyrarbakka 1913 - 17. Þá varð hann fulltrúi Hafnarsjóðs Reykjavíkur. Um tíma rak Helgi nótna- og hljóðfæraverslun í Reykjavík. Á þeim árum bauð hann mönnum upp á að hlýða, í Nýja Bíói, á valin tónverk helstu meistara tón- listarinnar flutt af grammófónplötum með þeim bestu tækjum, sem þá voru fáanleg, sungin og leikin af hinum færustu listamönnum og upptökurnar gerðar með þeim bestu tækjum sem voru á markaðnum. (Þetta var nokkrum árum áður en Útvarpið byrjaði sína stórfelldu plötukynningu með allskonar tónlist.) Þá hélt hann fyrirlestur um Schubert, sem síðar var prentaður og gefinn út. Hann var góður söngmaður og snjall ræðumaður, einkum er við brugðið samkvæmisræðum hans. I nokkur ár hélt hin kunni predikari, próf. Haraldur Nielsson, föðurbróðir Helga uppi guösþjónustum I Frlkirkjunni ( Reykjavík. Helgi var lengstaf organisti við þær guðsþjónustur. 34 ORGANISTABLADIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.