Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 36

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 36
Veturinn 1943 - 1944 var hann við nám í íslenskri hljóðfræði í heimspekideild Háskóla Islands. Jón var organisti í Ólafsfjarðarkirkju í 25 ár, og eftir að hann fluttist til Akureyrar var hann lengi í stjórn kirkjukórs og Kantötukórs Akureyrar. Hólmfríður Halldórsdóttir Hólmfriður Halldórsdóttir prófastsfrú var fædd 19. febrúar 1891. Hún dó í Reykjavík 4. nóv. 1979. Hólmfríður var dóttir Halldórs Jónssonar bankagjaldkera og Kristjönu dóttur Péturs Guðjohnsens organleikara. Henni var tónlistin í blóðið borin. Hún hafði hið svokallaða óbrigðula eyra (absolut heyrn). Píanóleik lærð' hún hjá frændkonu sinni Ástu Einarsson, en hún var bróðurdóttir Sveinbjörns Sveinbjörnssonar tónskálds. Síðar fór hún til Danmerkur og Þýskalands til tónlistarnáms. Árið 1916 giftist hún sr. Jósep Jónssyni sem bá hafði vígst að Barði í Fljótum, en þau fluttust 1918 að Setbergi við Grundarfjörð og bjuggu þar síðan alla prestsskapartíð sr. Jóseps. Hólmfríður var organisti við kirkjur manns síns alla hans prestsskapartíð uns hann lét af embætti og þau fluttust til Reykjavíkur. Og ekki dvínaði tónlistaráhuginn því að hún fylgdist vel með því sem gerðist á tónlistarsviðinu í höfuðstaðnum. Hólmfríður hafði frábært næmi og minni. Frændkona hennar, Guðrún J. Þorsteinsdóttir segir svo frá: "Mér verður hugsað til þess er ég heyrði sem barn, og lýsir henni hvað best". Árið 1907 var frumflutt Kantata eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson í Alþingishúsinu ítilefni konungskomunnar. FrúÁstaEinarsson annaðist píanóundirleik og aðstoðaði Hólmfríður hana við að fletta nótunum. Hólmfríður hafði annars ekki nóturnar undir höndum, en lærði samt alltverkið utanað. Þegar ég innti hana eftir þessu fyrir nokkrum árum, gekk hún að píanóinu og sagði: "já, það var þetta" og spilaði. 36 ORGANISTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.