Organistablaðið - 01.12.1979, Page 39

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 39
Aðventa 1978 Þaö þykir vonandi ekki eiga illa viö að byrja fréttafrásögn þá, sem hér fer á eftir, með kirkjuári, þ.e.a.s. með aðventu 1978. Þá - í desemþer 1978 mátti tftt heyra og sjá í svokölluðum fjölmiðlum orðin aðventu- kvöld, aðventusöngvar, aðventusamkoma, aðventutónleikar, jólavaka, jólasöngvar o.s.frv. Þessar samkomur eru ekki tónleikar í þeirri merkingu sem við leggjum venjulega í það orð, því að efnisskráin mun að jafnaöi skipt milli talaðs orðs og tónlistar - líklega til helminga. En organistar og kirkjukórar sjá að langmestu leiti um tónlistarflutninginn þó að aðrir leggi þar oft fram góöan skerf, og haldi stundum á eigin vegum svipaðar samkomur. En það sýnir að kirkjurnar eru allmikið notaðar sem tónleikahús. Yfirleitt er hér um vandaðan tónlistar- flutning að ræða. Geta má þess einnig að í sumum byggðarlögum er starfsemi kirkjukóranna sú helsta tónlistariðkun sem fólki gefst tækifæri til að taka þátt íog getur þá orðið kærari en sú tónlist sem ætíð stendur til boða í fjölmiðlum, jafnvel þó ágæt sé. Mætti því sennilega gefa henni meiri gaum en gert hefur verið. Trúlegt er að ekki komi öll kurl til grafar í því yfirliti sem hér fer á eftir og ekki heldur víst að allt sé tíundað sem til greina kemur. Neskirkja: 3. des. Aðventustund. Bræðra- félag Nessóknar hafði forgöngu. Talaðorð: Formaöur Bræðrafélags Nessóknar: Ávarp. Guðmundur Arnlaugsson rektor: Ræða:Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson: Ávarp og bæn. Tónlist: Reynir Jónasson lék "Vakna, Síons verðir kalla" og Tokkötu og fúgu I d- moll eftir J.S.Bach. Kórsöngur undirstjórn Reynis Jónassonar. Jóhanna Möller söng einsöng. Ennfremur var almennur söngur. Hafnarfjarðarkirkja Aðventukvöld 3. des. Talað orð: Sóknarpresturinn, sr. Gunnþór Ingason. Ritningarorð - þakkarorð og bæn: Magnús Torfi Ólafsson: Erindi. Tónlist. Samkoman byrjaöi með því að organ- leikarinn, Páll Kr. Pálsson, lék Partitu f. orgel eftir Pál Halldórsson yfir sálmalagið "Hin mæta morgunstundin" eftir Bjarna Pálsson. Kórsöngur: Kór Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar söng nokkur lög, þ.á.m. "Hátíð er að höndum ein" partitu um fsl. þjóölag fyrir sópran-sóló, bl. kór og orgel eftir S.D.K. og var það frum- flutningur. Einsöngur: Sigríöur Gröndal, sópran. Kórsöngur - kirkjukórinn. Selló- leikur, Páll Gröndal. Samkomunni lauk með því að P.K.P. lék Tokkötu um Creator alme siderum úr Aðventusvitu eftir Pietro Yon. Frfkirkjan í Reykjavfk, Jólavaka 10.des.- Kvenfélag Frfkirkjusafnaðarins og Bræðra- félag Frfkirkjusafnaðarins stóðu fyrir þessari samkomu. Talað orð: Sr. Kristján Róbertsson: Ávarp: Sr. Gfsli Brynjólfsson; Ræða? Tónlist: Sigurður fsólfsson lék á orgel Pastorale eftir A. Guilmant.Noel eftir Claude d’Aquin og tvö kóralforspil, "Ó, hve dýrleg er aö sjá" eftir J.L. Emborg og "I dag ORGANISTABLAÐIÐ 39

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.