Organistablaðið - 01.12.1979, Side 43

Organistablaðið - 01.12.1979, Side 43
Kór Langholtskirkju hélt jólatónleika í Landakotskirkju 1 5. des. Stj. Jón Stefánsson. Einsöngvari Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Passíukórinn á Akureyri og hljómsveit tónlistarskólans þar héldu tónleika í Víkurröst á Dalvík 1 5., og í Akureyrarkirkju 17. des. Stjórnendur voru Michael Clarke og Roar Kvam. Á efnisskrá var Branden- burgarkonsert nr. 5 eftir J.S.Bach og Gloria í D-dúr eftir Antonio Vivaldi. (A.V. var fæddur 1678, og var þetta þvítilaö minnast þriggja alda afmælis). Aðventukvöld í Hvammstangakirkju 17. des. Hljóðfæraleik önnuðust nemendur úr Tónlistarskóla Vestur-Húnavatnssýslu. Kirkjukórinn söng undir stjórn Helga S. Ólafssonar. Kirkjukór Akraness hélt Aðventutónleika í Landakotskirkju 1 7. des. Árnesingakórinn í Rvík., undir stjórn Jóns Kristins Cortes hélt ferna tónleika 16. og 17. des., Guðni Þ. Guðmundsson aðstoðaði með orgelleik. Tónleikarnir fóru fram í Hveragerðiskirkju, Stokkseyrarkirkju, Fríkirkjunni í Rvík. og Kópavogskirkju. Á efnisskrá voru eingöngu lög helguð jólunum, bæði þekkt og sjaldheyrð. Jólasöngvar í Dómkirkjunni 21. des. Hinn nýstofnaði dómkór söng. Elín Sigurvins- dóttir söng einsöng og Marteinn Hunger Friðriksson lék einleik á orgelið. Aðventukvöld. Hótel Loftleiöir auglýstu 3. des.: ''Við kveikjum á fyrsta kerti Aðventukransins sunnudagínn 3. des". Síðan er getið skemmtiatriða og loks er matseöill: Rækjusalat í grape aldin Fylltur lambahryggur f rjómasósu Sherry rjómarönd Tónleikar í Reykjavík Ragnar Björnsson hélt orgeltónleika f Flladelflukirkjunni 5.jan. Hann lék verkeftir J.S.Bach. Árni Arinbjarnarson kynnti tónverkin. Mary Jeane Rasmussen hélt tónleika í Fíladelfíukirkjunni 28. febr. Hún starfar nú sem aðalorganleikari við Heiligen kreuz- kirkju í Austurríki. Kór Langholtskirkju stj. Jón Stefánsson söng messu í c-moll eftir Mozart á tvennum vortónleikum sínum í Háteigskirkju 13. og 14. apríl. Einsöngvarar voru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elfsabet Erlingsdóttir, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Tuttugu manna hljómsveit skipuð hljóðfæraleikur- um úr Sinfóníuhljómsveit islands aðstoöaði. Háteigskirkja. Dr. Orthulf Prunner hélt Bach- tónleika í Háteigskirkju 28. júní. David Pizarro organleikari frá New Vork hélt tónleika I Landakotskirkju 16. okt. Hann lék verk eftir þýska, franska, tékkneska og bandaríska höfunda. Úr bæ og byggð Árleg kirkjuvika f Lágafellskirkju byrjaði á 90. afmælisdegi Lágafellskirkju 24. febr. og fór fram með sama sniði og undanfarin ár. Kirkjuvikan á Akureyri hófst 21. mars. Árlegt kirkjukvöld Bræðrafélags Dómkirkjunnar var 1 2. apríl I umsjá félaga úr Frímúrarareglunni. Kór Fteykjahlíðarkirkju 70 ára. Kórinn minntist afmælisins með samsöng ( kirkjunni. Söngstjóri er Jón Árni Sigfússon. Undirleik annaðist sr. Örn Friðriksson. Hinn 10. des. 1978 voru liðin 70 ár frá vfgslu Hólskirkju f Bolungarvfk. Var þess minnst með hátíöarguðsþjónustu og að kvöldi afmælisdagsins var samkoma í kirkjunni. Kirkjukórinn söng undir stjórn Sigríðar J. Norðkvist, sr. Gunnar Björnsson flutti erindi, sem hann nefndi "Horft um öxl á Hóli". Hann lékeinnig á selló. Ennfremur var einsöngur og tvísöngur. ORGANISTABLAÐIÐ 43

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.