Organistablaðið - 01.12.1979, Page 45

Organistablaðið - 01.12.1979, Page 45
Antonio D. Corveiras hélt orgeltónleika í Keflavlkurkirkju 15. marz. Hann lék verk eftir Georg Muffat, Ch. J. Stanley, Barrie Cabena, César Franck og Bjarne Slögedal. Skálholtskórinn og Kirkjukór Selfoss héldu sameiginlega tónleika í Skálholts- kirkju 17. og Selfosskirkju 18. marz. Forsöngvari var Sigurður Erlendsson, organleikari Ólafur Sigurjónsson, stjórnandi Glúmur Gylfason. Haukur Guðlaugsson hélt orgeltónleika í Akraneskirkju 25. nóv. Hann lék verk eftir Bach, Max Reger, Pál isólfsson og Boéllmann. Þetta var að mestu sama efnisskrá og Haukur lék í St. Nikuláskirkju í sept. Frá fsafjarðarkirkju Á föstudaginn langa er venja að efna til tónleika í isafjarðarkirkju og svo var einnig nú. Að tónleikum þessum stóðu, Sunnu- kórinn, Kammersveit Vestfjarða, nokkrir nemendur tónlistarskóla Isafjarðar og organisti kirkjunnar. Kammersveitin lék kafla úr sónötu fyrir tvær fiðlur og strengjasveit eftir J.S.Bach, Kjartan Sigurjónsson lék einleik á orgel, Chaconne eftir J. Pachelbel og Sunnu- kórinn söng þrjá kórala í Bach-útsetningum undir stjórn Jónasar Tómassonar, auk þess sem kórinn frumflutti verk söngstjórans: Sjö orð Krists á krossinum. Tónleikar þessir þóttu takast hið besta og voru mjög vel sóttir, en hluti þeirra var síöan endurtekinn á prestastefnu islands í júní. Á aöventu voru einnig haldnir tónleikar en þar komu fram Sunnukórinn, Kammer- sveit Vestfjarða, kór barnaskólans og nokkrar stúlkur úr Æskulýðsfélagi kirkjunnar, auk þess sem Kjartan Sigurjónsson lék Pastorale í F dúr á orgel kirkjunnar. Kjartan Sigurjónsson Ytri-Njarðvíkurkirkja. Ytri-Njarðvíkurkirkja var vígð á sumar- daginn fyrsta þann 1 9. apríl. Biskup islands sá um athöfnina og Kór Ytri-Njarðvíkur- kirkju flutti Messu í G-dúr eftir Schubert ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit islands og einsöngvurunum Elísabetar Erlingsdóttur, Halldóri Vilhelmssyni og Guðmundi Sigurðssyni. Laugardaginn 22. apríl var messan síðan endurflutt á tónleikum með sömu flytjendum. Á þeim tónleikum söng einnig Ragnheiöur Guðmundsdóttir. i lok september hélt Jónas Ingimundar- son píanotónleika ! kirkjunni með fjölbreyttri efnisskrá. 28. október voru aukatónleikarTónlistar- skóla Njarðvíkur þar sem fjölmargir nemendur komu fram. Aðventutónleikar voru 2. desember. Þar komu meðal annars fram Barnakór Akraness, Kvennakór Suöurnesja og Kór Ytri-Njarövíkurkirkju. Háskólakórinn heimsótti að lokum Ytri- Njarðvíkurkirkju með jólasöngva undir stjórn Rut L. Magnússon. Fjölmargir tónleikar hafa verið ákveðnir á árinu 1980, því kirkjan hefur mjög góðan ORGANISTABLAÐIÐ 45

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.