Organistablaðið - 01.12.1979, Side 47

Organistablaðið - 01.12.1979, Side 47
hljómburð og aösókn aðtónleikum í henni lofar góðu. Helgi Bragason Tónleikahald f Keflavfkurkirkju árið 1979 Eins og nokkur undanfarin ár hefur suðurnesjabúum gefist kostur á að sækja tónleika f Keflavíkurkirkju, sérstaklega um jólaleitið. Frá og með árinu 1976 hafa verið reglulegir tónleikar á jólaföstu 1. 2. og 3. sunnud. í aöventu. I febrúar 1979 flutti blandaður kór af Keflavíkurflugvelli kórþætti úr "Messías" eftir: G.F. Hándel. Antonio D. Corveiras, organleikari Hallgrfmskirkju hélt tónleika í marz mán. Á efnisskránni voru verk eftir ýmistónskáld s.s: Gottlib Czernohorsky (1684-1742) Toccata. Maurice Green ( 1695-1755): Voluntary. Francois Couperin (1668-1733): Offertoire sur les Grands ieux Samuel Wesley (1776-1837): Prelude and Fugue Stig Werno Holter: "I dag er nádens tid (tilbr ). Barrie Cabena : Fantasy on One Note. Olivier Messiaen (1908- ): La Nativié du Seigneur I. La Vierge et L Enfant Les Bergers Desseins éternels. Laugardag fyrir páska héldu þau Ragnheiöur Guömundsdóttir söngkona og Helgi Bragason orgell., í Njarðvík tónleika. I maí voru Vortónleikar Tónlistarskólans í Keflavík. Tónleikar á jólaföstu: 6. des. (fimmtud). Orgeltónleikar. Antonio D.Corveiras. Hann lék verk eftir A.Caldara, F. A Murschhauser, B Marcello, R. Schumann, J. Brahms og M Vidor. 9. des. Adventutónleikar. Nem., úr Tónlistarskólanum f Keflavík fluttu fjölbreytta tónlist, bæði einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. 16. des. Aðventutónleikar. Kvennakór Suðurnesja söng nokkur jólalög, stj., Gróa Hreinsdóttir. Ragnheiður Guðmundsdóttir flutti tónverk eftir, J.S.Bach, "Bekennen will ich" (arfa fyrir: alt-rödd tvær fiðlur og orgel). Kór Keflavíkurkirkju flutti kantötu eftir G. P.Telemann, "Das ist je gewisslich wahr" fyrir alt- tenor -bassa -sólo og kór einnig: "In Dulce jubilo" eftir D. Buxtehude. ( 3. radda kór - tvær fiölur og orgel). Stj. Siguróli Geirsson. organl. A.D. Corveiras. Siguróli Geirsson organisti Keflavíkurkirkju. Ýmis/egt Þessi fréttatilkynning birtist ídagblööunum snemma f júli s.l. Orgelleikur f Dómkirkjunni.Ákveðið hefur verið að efna til þeirrai* nýbreytni f Dómkirkjunni í sumar, að kirkjan verði almenningi opin um stund á sunnudags- eftirmiðdögum og þar leikiðáorgelið. Þetta hefst á morgun og verður næstu sunnudaga. Kirkjan verður opnuð kl. 5:45 og síðan verður leikið á orgelið frá kl. 6 í 30 til 40 mínútur. Þaö er dómorganistinn, Marteinn H. Friðriksson, sem leikur, og í kirkjuna eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ORGANISTABLAÐIÐ 47

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.