Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 49

Organistablaðið - 01.12.1979, Blaðsíða 49
Það er von forráðamanna Dómkirkjunnar, að þessi nýbreytni í borgarlífinu mælist vel fyrir. Þá getur þetta orðiðfastur liður í starfi kirkjunnar yfir sumartímann og orðiðjafnt heimamönnum sem erlendum ferða- mönnum til ánægju og uppbyggingar Henrik - Steffens verðlaun. I okt. s.l. var dr. Hallgrímur Helgason sæmdur hinum svonefndu Henrik Steffens verðlaunum. Dr. Hallgrímur er sem kunnugt er dósent í sálma- og messu- söng við Háskóla islands.: Nemendatónleikar í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. Þar komu fram nemendur Einars E. Markússonar og einnig söng frú Svava Guðmundsdóttir við undirleik E.E.M. og Ragneiðar Busk. Einnig lék Einar á slaghörpuna. Skólakór Garðabæjar hélt tvenna tónleika, í Háteigskirkju 27. og Garðakirkju 28. des. Sighvatur Jónasson hefur nýlega látið af starfi við Lágafells- og Mosfellskirkjur. Við starfinu tók Smári Úlafsson. Sighvatur er nú organisti I hinni nýju Seltjarnarnessókn. Sæluvika Skagfirðinga. Eitt kvöldið var samkoma í kirkjunni á Sauðárkróki. Þar komu fram meðal annara organleikararnir Jón Björnsson og Páll Kr. Pálsson og Kirkjukór Sauðárkróks. Ráðstefna um kirkjúsöng var haldin í Bústaðakirkju 23. mars 1979, skipulögð af Hauki Guðlaugssyni söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og sr. Ólafi Skúlasyni dómprófasti í samráði við stjórn Kirkjukóra- samþandsins. Söngfélagið Gígjan á Akureyri hefur haldið allmarga tónleika. Söngstjóri er Jakob Tryggvason organleikari. í jan. voru háskólatónleikar á vegum Félagsstofnunar stúdenta, og var þar eingöngu flutt tónlist eftir Árna Björnsson, fiölu flautu- og pianó- tónlist og sönglög. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar hélt tónleika i Kirkju óháða frikirkjusafnaðarins í Reykjavík 9. apríl Kirkjukvöld var í Laugarneskirkju 14 apríl. Sameiginlegt með þessum samkomum er allmikill tónlistarflutningur orgánleikar- anna og kirkjukóranna og svo ræðuhöld og tónlistarflutningur annara aðila. Kirkjukór Vestmannaeyja fór í söngför í apríl og söng í Hveragerðiskirkju og Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík. Guðmundur H. Guðjónsson stjórnaði. Einsöngvarar voru Þórhildur Óskarsdóttir, Geir Jón Þórarinsson og Reynir Þórarinsson. Stjórnandinn lék sjálfur undir á orgelið. Öll lögin á söngskránni voru útlend, nema það síðasta sem var "Um sköpun heimsins og Kristi hingaðburð" kantata eftir Maríu Thorsteinsson. Skólakór Garðabæjar söng í Garðakirkju í apríl undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafs- dóttur. Der Niedersáchische Singkreis frá Hannover var hér á söngferðalagi í apríl s.l. Kórinn söng í Háteigskirkju í Reykjavík og Akureyrarkirkju og víðar. Pólýfónkórinn hélt þrenna tónleika í apríl í Landakotskirkju. Meðal verkefna var eitt eftir Johan Nepumuk David (hann lést 1978). Hörður Áskelsson lék einleik á orgelið. Flautu- cg sembaltónleikar Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur voru I Bústaðakirkju 5. mai. Kór Langholtskirkju fór I söngför um Norðurland í maí, og söng á nokkrum stöðum norðanlands. Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler léku saman á flautu og sembal á nokkrum tónleikum í Skálholti í ágúst. Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran léku saman á tónleikum Skólakórs Garðabæjar 12. okt. Tveir kórar úr uppsveitum Árnessýslu, Flúðakórinn söngstjóri Sigurður Ágústsson og Árneskórinn, söngstjóri Loftur Loftsson, fóru í söngför til Norges í sumar. Hér er ekki um kirkjukóra að ræða, en oss finnst það í frásögur færandi og rétt að geta þess í þessu blaði. Geysiskvartettinn á Akureyri hefur sungið víða norðanlands. Undirleikari hans er Jakob Tryggvason organleikari ORGANISTABLADIÐ 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.