Organistablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 49

Organistablaðið - 01.12.1979, Qupperneq 49
Það er von forráðamanna Dómkirkjunnar, að þessi nýbreytni í borgarlífinu mælist vel fyrir. Þá getur þetta orðiðfastur liður í starfi kirkjunnar yfir sumartímann og orðiðjafnt heimamönnum sem erlendum ferða- mönnum til ánægju og uppbyggingar Henrik - Steffens verðlaun. I okt. s.l. var dr. Hallgrímur Helgason sæmdur hinum svonefndu Henrik Steffens verðlaunum. Dr. Hallgrímur er sem kunnugt er dósent í sálma- og messu- söng við Háskóla islands.: Nemendatónleikar í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. Þar komu fram nemendur Einars E. Markússonar og einnig söng frú Svava Guðmundsdóttir við undirleik E.E.M. og Ragneiðar Busk. Einnig lék Einar á slaghörpuna. Skólakór Garðabæjar hélt tvenna tónleika, í Háteigskirkju 27. og Garðakirkju 28. des. Sighvatur Jónasson hefur nýlega látið af starfi við Lágafells- og Mosfellskirkjur. Við starfinu tók Smári Úlafsson. Sighvatur er nú organisti I hinni nýju Seltjarnarnessókn. Sæluvika Skagfirðinga. Eitt kvöldið var samkoma í kirkjunni á Sauðárkróki. Þar komu fram meðal annara organleikararnir Jón Björnsson og Páll Kr. Pálsson og Kirkjukór Sauðárkróks. Ráðstefna um kirkjúsöng var haldin í Bústaðakirkju 23. mars 1979, skipulögð af Hauki Guðlaugssyni söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og sr. Ólafi Skúlasyni dómprófasti í samráði við stjórn Kirkjukóra- samþandsins. Söngfélagið Gígjan á Akureyri hefur haldið allmarga tónleika. Söngstjóri er Jakob Tryggvason organleikari. í jan. voru háskólatónleikar á vegum Félagsstofnunar stúdenta, og var þar eingöngu flutt tónlist eftir Árna Björnsson, fiölu flautu- og pianó- tónlist og sönglög. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar hélt tónleika i Kirkju óháða frikirkjusafnaðarins í Reykjavík 9. apríl Kirkjukvöld var í Laugarneskirkju 14 apríl. Sameiginlegt með þessum samkomum er allmikill tónlistarflutningur orgánleikar- anna og kirkjukóranna og svo ræðuhöld og tónlistarflutningur annara aðila. Kirkjukór Vestmannaeyja fór í söngför í apríl og söng í Hveragerðiskirkju og Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík. Guðmundur H. Guðjónsson stjórnaði. Einsöngvarar voru Þórhildur Óskarsdóttir, Geir Jón Þórarinsson og Reynir Þórarinsson. Stjórnandinn lék sjálfur undir á orgelið. Öll lögin á söngskránni voru útlend, nema það síðasta sem var "Um sköpun heimsins og Kristi hingaðburð" kantata eftir Maríu Thorsteinsson. Skólakór Garðabæjar söng í Garðakirkju í apríl undir stjórn Guðfinnu Dóru Ólafs- dóttur. Der Niedersáchische Singkreis frá Hannover var hér á söngferðalagi í apríl s.l. Kórinn söng í Háteigskirkju í Reykjavík og Akureyrarkirkju og víðar. Pólýfónkórinn hélt þrenna tónleika í apríl í Landakotskirkju. Meðal verkefna var eitt eftir Johan Nepumuk David (hann lést 1978). Hörður Áskelsson lék einleik á orgelið. Flautu- cg sembaltónleikar Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur voru I Bústaðakirkju 5. mai. Kór Langholtskirkju fór I söngför um Norðurland í maí, og söng á nokkrum stöðum norðanlands. Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wiesler léku saman á flautu og sembal á nokkrum tónleikum í Skálholti í ágúst. Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran léku saman á tónleikum Skólakórs Garðabæjar 12. okt. Tveir kórar úr uppsveitum Árnessýslu, Flúðakórinn söngstjóri Sigurður Ágústsson og Árneskórinn, söngstjóri Loftur Loftsson, fóru í söngför til Norges í sumar. Hér er ekki um kirkjukóra að ræða, en oss finnst það í frásögur færandi og rétt að geta þess í þessu blaði. Geysiskvartettinn á Akureyri hefur sungið víða norðanlands. Undirleikari hans er Jakob Tryggvason organleikari ORGANISTABLADIÐ 49

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.