Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 4
Björg Björnsdóttir frá Lóni Frá utanför íslenzkra organleikara 1. hluti: Upphafferðar Hvítasunnudagur 3. júní, 1979. Sumar og sól eftir langt vetrarríki. Fór til Húsavíkur. — Er aðfara í hópferðorg- anista til Austur-Þýzkalands og Austurrikis. Fyrsta hópferð íslenzkra organista. Fararstjóri er Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, er hefir að undanförnu unnið að undirbúningi ferðarinnar af ódrepandi dugnaði. — Við hugsum öll gott til ferðarinnar. Fór til Reykjavíkur daginn eftir, en þann 7. júní á að fljúga út. Og þegar ég hitti söngmálastjórann gat ég ekki setið á mér, mér varð að orði: ,,Þú hefir heldur en ekki skapað þér atvinnuna, Haukur, — að flytja kellingar út, sumar mállausar og vitlausar.” (Átti ég þar við sjálfa mig, sem aldrei hafði farið út áður og tala bara íslenzku). Hann skellihló: ,,Nei, þú ert nú alveg makalaus," svarar hann hlaegj- andi. Á miðvikudagsmorgni var aefing á 9. sinfóníu Beethovens í Háskólabíói. Flytj- endur: Sinfóníuhljómsveit íslands og Söngsveitin Fílharmonia. Þátttakendur ferðarinnarfengu að komaá þessa æfirigu aðhlýða áþettastórbrotna verkog not- uðu sér þaðýmsir og þótti fróðlegt og eftirminnilegt. Þettaer undanfari þesssem í væntum er. Fimmtudagur 7. júní. — Brottfarardagur. Kl. 6 um morguninn eru allir mættir á Loftleiðahótelinu. Þaðan ersvofariðmeð stórum bíl til Keflavíkurflugvallar. (Þar hefi ég aldrei komið áður). Þarna er margt um manninn, ys og þys, betra að gá að sér að missa ekki af sínum förunautum. Menn eru að verzla í fríhöfninni, það þarf að athuga öll skilríki, menn þurfa að skrifa á alla möglega pappíra, maðurermeðlífiðílúkunum,óttastaðtýnaþessu út úr höndunum á sér. Loks eru allir tilbúnir og stíga þá upp í stóra þotu. „Velkomin um borð," segir flugfreyjan.,,Spenniðbeltin. —Viðfljúgum Í36þúsundfeta hæð." Þaðeralskýjað loft, en brátt erum við ofan skýja. Skýinsem ullarreifi fyrir neðan, endjúpblá heið- ríkja fyrir ofan. Okkur er sagt er flogið eryfir Faereyjar,en þangaðséstekkifyrirskýjum. Hjámér sitja Sigurðar tveir (eigi eru þeir líkir í sjón). Við rifjum upp ýms færeysk orðatiltæki, t.d. ,,Ég sá so ettiraðég tókekki fatt ístrákarnar, tá iðteir fóru aftan á gjenturnartilFáskrúðsfjarðar."„Allirteirsemeruseinari,teirfaraaftaná."Vekur þetta kátínu í okkar sætum. Eftir stund nálgumst við Danmörk, þá er klukkunni breytt, hún verður þá á undan okkar. Nú blasir Danmörk viðeinsog landakort.flatterþar niðuraðsjá, en víðagróður- sælt, skógar, akrar og tún. Þarna sjáum við þorp, bæi og býli. Og þarna er Kaupmannahöfn, „Babýlon við Eyrarsund". Hefðum við eiginlega átt að syngja það, en af þvívarðekki, en égget eigi stillt mig um aðtilfæratextann í lagi „ídag eitt blessað barnið er". í Babýlon við Eyrarsund æfi vér dvöldum langa. Eyddist oss fé á ýmsa lund og nam til þurrðar ganga. Loksins í húsi hjástoðar hengdum vér sparibrækurnar því oss tók sárt að svengja. En innbyggjarnir í þeim stað er oss höfðu svo margsnuðað hótuðu oss að hengja.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.