Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 7
Hlutverk nefndarinnar var ekki að færa lög til skólastíls, heldur umfram allt að safna lögum saman. Nýmæli er að kalla íverustað púka paradís. Lengst af hafa þeir, og þ.á.m. prentvillupúkar haft annað heimilisfang. Það kom nefhdarmönnum á óvart ( svo ekki sé meira sagt ), hve vel þessir púkar áttu heima í frægu prenthúsi við Öxnavað á Englandi. Það prenthús hafði gert hagkvæmasta tilboðið í prentunina á sínum tíma. Það var ekki einleikið, hvernig leiðréttingum var svarað með sífellt nýjum villum og ýmis konar brenglun. Enginn harmar þau mistök öll meir en aðstandendur Viðbætisins. Ekki er þó eingöngu útlendum prentvillupúkum um að kenna mistök, svo sem þau, er ég eignaði Ragnari Björnssyni útsetningu lagsinsábls. 142. Ragnarfékk lagið í hendur frá höfundi, án þess að útsetjara væri getið. Nefndin hafði lagiðtil umfjöllunar í handriti Ragnars á sama fundi og lagið á bls. 125. Af fljótfærni eignaði ég Ragnari báðar útsetningarnar. Nú vitum við betur, og biðst ég afsökunar. í framhaldi af þessu beini ég þeirri áskorun til allra lesenda Organistablaðsins, að þeir upplýsi um hugsanleg önnur mistök af þessu tagi. í upphafi þessara orða vísaði ég til formála Viðbætisins. Þar var þá m.a. sagt, að útgáfan væri viðleitni - og þess óskað, að lögin fengju að veðrast vel. Ég er viss um, að síður Organistablaðsins standa opnar öllum, sem vilja vera kirkjusöng landsins hollráðir um allt - smátt og stórt - sem betur mætti fara. Hafi Dr. Hallgrímur þökkfyrir að hefja hér umræður. Vonandi halda þær áfram og útfyrir lítil spjöld Viðbætis við sálmasöngbók. HLJÓÐFÆRAVERZLUN Poul Bernburg hf. Rauðarárstíg 16 - 105 Reykjavík - Sími (91)20111. Höfum umboð fyrir hið fræga japanska fyrirtæki yamaha • Flygla • Piano • Orgel

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.