Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 13
nóturnar á aðalverkið með þumalfingrinum, en annað af hljómnum á svellverkið (að því tilskildu að svellverkið sé næsti man. fyrir ofan aðalverkið). Þetta geta ekki aðrir en organistar með mjög langa fingur gert á dönsk orgel! Þegar leikið er á amerísk orgel veldur það engum örðugleikum. Ef verkið er spilað á orgel sem ekki reynist mögulegt að spila á báða man. samtímis með sömu hendinni, verður að láta sér nægja að spila allt ætlað hægri hendi á aðalverkið. Sé það gert mæli ég með því að stytta efri hluta hljómsins (áherslulausa takthlutann) ofurlítið, og spila portamento-tónana því sem næst legato. Með því næst því nær sami „effekt". Sonatina eftir Sowerby er í þremur þáttum. Hinn fallegi milliþáttur mundi hljóma vel á þau orgel hér á landi sem eru með rómantískari hljómblæ en þau í Ameríku. Á tónleikum mundu mjúkar sólo-raddir þeirra hljóma vel, t.d. mjúk tungurödd (óbó), falleg flauturödd, eða gamba (sem líkir eftir strokhljóðfæri) - allar eða sumar þeirra með tremulant. Þátturinn er stílhreinn leikinn sem sóló með undirleik og er ca. 6V2 mín. að tímalengd. „Air with Variations", þriðji þátturinn úr Suite ífjórum þáttum eftirSowerby er lag sem vandræðalaust er að leika á ýms dönsk orgel svo að það taki sig vel út. Reyndar er mælt með registrum (Clarinet, English Horn, Flute Celeste), sem eru ekki algeng hér, en í staðinn mætti nota Óbo + flautu, Flute Harmonique og veika flauturödd með tremulant, án þess að skaða séreinkenni verksins. Aðaltemað í ,,Air with Variations" hljómar mjög „amerískt" í mínum eyrum. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.