Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 14
Að lokum skal nefnd tónsmíð Leos Sowerbys sem þekktust mun vera, Pageant. Álíka erfitt verk og t.d, Sónata eftir Reubke. Þetta verk heyrist oft á lokatónleikum nemenda (debutkonsert (frumraun) ef menn vilja heldur hafa það svo), og flestir hinna mestu amerísku organista hafa það til taks á verkefnaskrá sinni. Það eru, því miður, ekki mikil tækifæri til að leika það í Danmörku, m.a. vegna þess að „háa g " kemur svo oft fyrir í pedalnótunum, en það vantar áflestöll dönsk orgel. Ég nefni það þó, og það er vegna þess að það verður að teljast eitt af þýðingarmestu amerískum orgelverkum (sem sagt, maður verður a.m.k. að vita að það er til). Tilkomumikið, virtuost lag og nóg að gera á pedalnum. S/ígfcffy -faitcr (P;i 010150) K = 7 b-iooj JLv 4 > - , -r—■ 4*4* i Ki íw.Y' mf y r v 4 U b > 4 > j -fH z*r:zir V"4~ s i*-r ~v J- - Vi rf f !ff Q f Fr- * Hermann Berlinski er fæddur í Þýskalandi 1910. Meðal kennara hans var Nadia Boulanger. Eftir að hann kom til Ameríku 1941 hélt hann áfram námi jafnhliða því að vera organisti viðTemple Emanu-EI, sem tilheyrir hinu mósaiska ^Gyðinga) trúarsamfélagi í New York-borg. Síðan 1963 hefur hann verið tónlistarstjóri og organleikari við Washington Hebrew Congregation í Washington D.C. Orgelverk Berlinskis eru oft innblásin af textum úr hebresku biblíunni og hebreskri helgi- (liturgiskri) tónlist. Mér finnst hann hafa sérstaka hæfileika til aðdraga upp myndir eftir þeim textum, sem hann velur sér. í Prelude for Rosh Hashana (nýár gyðinga) - undirtitill er „This day the world was called into being" - er næstum eins og maður finni að jörðinni sé þeytt á braut sína! 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.