Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 20
Frá stjórn FÍO. Aðalfundur FIO fyrir árið 1979 var haldinn í félagsheimili Bústaðakirkju 16. jan. 1980. Formaður, Guðni Þ. Guðmundsson, setti fundinn og tilnefndi fundarstjóra Kristján Sigtryggsson. Fyrsta mál var skýrsla formanns. Hann greindi frá því, aðfjármagn sem hann vaenti til blaðaútgáfu hefði brugðist og því þyrfti fundurinn að ræðaframtíðOrganistablaðs- ins. í skýrslu gjaldkera koma fram aðfélagsgjöld hefðu innheimtst mjög vel. Eftir umræður um hækkun félagsgjalda var samþykkt að gjald þeirra, sem fengju umtalsvert kaup fyrir organistastörf, yrði kr. 1 7.400, en kr. 6.000 fyrir hina, sem væru litt eða ekki launaðir og væri í blaðinu ætlaðar kr. 5.000 af gjaldi hvers félagsmanns. Þá fórfram ínntaka nýrrafélaga.enþeireru: Antonio D. Corveiras, organisti Hallgríms- kirkju, Guðmundur Þorsteinsson, organisti Litla-Árskógi og Smári Ólason organisti í Mosfellssveit. Fráfarandi stjórn gaf ekki kost á endurkjöri og var því ný stjórn kjörin: Kristján Sig- tryggsson, Álfhólsvegi 147, Kópavogi var kjörinn formaður, Helgi Bragason, Hjalla- vegi 5, Njarðvík, gjaldkeri og Jón Stefáns- son, Langholtsvegi 165, Reykjavík, ritari. Varaformaður Jakob Tryggvason, Akureyri og meðstjórnendur til vara: Daníel Jónas- son og Haukur Guðlaugsson. Endurskoðendur eru: Gústaf Jóhannesson og GeirlaugurÁrnason, varaendurskoðandi er Einar Sigurðsson. i blaðnefnd voru kosnir: Glúmur Gylfason, Smári Ólason og Þorvaldur Björnsson. Nokkrar umræður urðu um launamál, m.a. varðandi Antonio D. Corveiras, um framtíð Organistablaðsins og um næstu verkefni félagsins. Samþykkt var að halda áfram út- gáfu blaðsins og stefna að fjölgun félags- funda. F.h. stjórnar F.Í.O. Kristján Sigtryggsson. Launatöflur fyrir organ/eikara A organleikari með 2 presta 65% af 1 8. launaflokki B.S.R.B. A organleikari með 1 prest 56% af 18. launaflokki B.S.R.B. B organleikari með 2 presta 57% af 1 6. launaflokki B.S.R.B. B organleikari með 1 prest 52% af 16. launaflokki B.S.R.B. Taxtar fyrir sérathafnir eru reiknaðir þannig út: Til grundvallar er tekinn 1 8. launaflokkur (mánaðarlaun) í öðru þrepi. Sú tala er margfölduð með 0,0130773 og fást þá út laun fyrir eina klst. þar við bætist 8,33% orlof. Jarðarför reiknast Jarðarför með einleik Gifting Kistulagning Skírn Messa 2 klst. 8.048.31 x 2 klst. = (16.096.62) = 16.100,- 3 klst. 8.048.31 x 3 klst. = (24.144.93) = 24.100,- 2 klst 8.048.31 x 2 klst. = (16.096.62) = 1 6.100,- 1 V4 klst. 8.048.31 x P/2 klst. = (12.072.47) = 12.100 - 1 VS klst. 8.048.31 x 1 Vi klst. = (12.072.47) = 12.100,- 4 klst. 8.048.31 x 4 klst. = (32.193.24) = 32.200 - Dæmi: Mánaðarlaun í 18. launaflokki 2. þrepi 1. sept. eru 568.117.- 568.1 17,- margfaldað með 0,0130773= 7.429,44 8,33% af 7.429,44 = 618,87 7.429,44 + 618,87 = 8.048,31 kr. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.