Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 21
Fundur var haldinn IFÍ04. maí 1980. Aðal- mál fundarins var að Jón Stefánsson lýsti störfum nefndar sem skipuð var 1978 og samið hefur handrit um nýtt messuform sem lagt verður fram til ákvarðanatöku á kirkjuþingi í haust. Jón skýrði frá helstu væntanlegum breyt- ingum sem verða myndu á messunni og lagði fram messuskrá sem Langholtskirkja hefur notað og er með álíka breytingum. Síðan svaraði hann fyrirspurnum um þetta efni. Önnur mál á dagskrá voru: Glúmur Gylfason minntist á fund áhuga- manna um Gregorssöng á íslandi sem hald- inn hefur verið á lofti Dómkirkjunnar í Rvk. og lagði fram dagskrá á fyrirhuguðum stof nfundi þess félags í Skálholti 7., 8. og 9. júlí 1980. Ýmislegt fleira bar á góma og spjölluðu félagar saman um orgel og virtist áhugi fyrir að halda sérstakan fund um það efni. Nokkur umræða varð einnig um launamál. Kristskirkja: 15. júní 1980 hélt Ragnar Björnsson orgeltónleika í Kristskirkju. Á efnisskránni var La Nativité du Seigneur eftir O. Messiaen, en það hefur ekki verið flutt í heild áður hér á landi. Skálholtskórinn og Kirkjukór Selfoss héldu tónleika 15. maí. Einsöngvari Aðalheiður Jónasdóttir, alt. Meðal verka á efnisskránni voru eftirtalin lög frumflutt: Móðirmín eftir Auðunn Friðriksson (texti, Einar Ben.), Bókin og Barnasálmur eftir stjórnandann, Glúm Gylfason (texti M. Jochumsson), Vormótetta eftir Lars Kruse, organista í Silkiborg (textaþýðing Guðm. Ó. Ólafsson). Kór Barnaskólans á Selfossi, stjórnandi Björn Þórarinsson, Samkór Selfoss, stj. Björgvin Þ. Valdimarsson, Kirkjukór Sel- foss, stj. Glúmur Gylfason, Skólahljpmsveit Tónlistarskóla Árnessýslu og Karlakór Sel- foss, stjórnandi beggja, Ásgeir Sigurðsson, héldu tvenna jólatónleika í Selfosskirkju sl. jól og gáfu aðgangseyrinn til kaupa á píanói í safnaðarheimili kirkjunnar, sem er í smíðum. 4. jan. 1980 hélt Antonio D. Corveiras orgeltónleika í Selfosskirkju. Á efnisskrá voru eftirtalin verk. Guilain Suite du Second Ton. J.E. Bach Fantasie und Fuge F-Dur G.Frescobaldi Bergamasca. C. Franck Pastorale, op. 19 J. Langlais La Nativité. P. Hindemith Sonata II Ch. N. Widor Symphonie nr. 6, op. 42 (Allegro) Antonio D. Corveiras organisti Haflgríms- kirkju hélt nýlega Ijósmyndasýningu í Gall- erí Suðurgötu 7, Rvk. Á sýningunni voru svart/hvítar Ijósmyndir frá átthögum lista- mannsins.Asturias á norðurströnd Spánar. Kór Langholtskirkju hélt 9 tónleika á sl. starfsári. Meðal þeirra voru tónleikar í Fíladelfíukirkjunni á föstudaginn langa, sem kórinn hélt ísamráði viðSibyl Urbancic, en tónleikar þessir voru helgaðir minningu föður hennar, dr. Victors Urbancic. Hún spilaði sálmforleiki eftir J.S. Bach, Jo- hannes Brahms og Anton Heiler, en kórinn söng á milli tilheyrandi sálmalög í útsetn- ingu J.S. Bach. í byrjun maí söng kórinn í Selfosskirkju, Skálholtskirkju og Háteigskirkju verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Þorkel Sigur- björnsson, norska tónskáldið Sverre Bergh og sálmalög í úts. J.S. Bach. ORGANISTABLAÐIÐ: Útg. Félag Islenskra organleikara. Formaöur: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri: Flelgi Bragason, ritari: Jón Stefánsson. Blaönefnd: Glúmur Gylfason, Smári Ólason ábm, Þorvaldur Björnsson. Afgreiöslumaöur blaösins: Þorvaldur Björnsson, Efstasundi 37, Reykjavlk. Prentaö I Borgarprenti. ORGANISTABLAÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.