Organistablaðið - 01.11.1981, Page 2

Organistablaðið - 01.11.1981, Page 2
Dómkirkjuorganleikarar Þegar orgel kom í Dómkirkjuna í Reykjavík varð Pétur Guðjohnsen organleikari við kirkjuna. Hann var hvatamaður að því að orgelið var keypt.Pétur gegndi þessu embætti til dánardægurs 1877. Þá tók Jónas Helgason við embættinu og hafði það á hendi þar til er hann féll frá 1903. Þá er Brynjólfur Þorláksson ráðinn til starfans. Hann sagði embættinu lausu í árslok 1912 er hann fór til Vesturheims og settist að í Kanada. í ársbyrjun 1913 tók Sigfús Einarsson við dómkirkjuorganleikaraembættinu og gegndi því til æviloka. Hann andaðist 1939. Við fráfall Sigfúsar þótti Páll ísólfsson sjálfkjörinn í embættið sökum yfirburða sinna sem organleikari,- Það má reyndarsegja um fyrirrennara hans að þeir hafi verið sjálfsagðir til að taka að sér embættið. Þeir voru forystumenn í tónlistar- málum höfðustaðarins hver á sínum tíma. Árið 1968 varð Dr. Páll ísólfsson að láta af embætti vegna vanheilsu. Þá var Ragnar Björnsson, nemandi Páls, ráðinn til starfans og var hann dóm- kirkjuorganleikari til 1978, þá var honum sagt upp starfinu. Var þá Martin Hung- er ráðinn í embættið og er hann 7. maðurinn sem gegnir organleikarastarfi við Dómkirkjuna. Nú verða nefndir þeir sem hafa verið aðstoðarmenn dómkirkjuorganleikar- anna eða hafa gegnt embættinu um tíma í forföllum eða fjarveru þeirra. Pétur Guðjohnsen var settur sýslumaður í Árnessýslu frá vordögum 1 849 til hausts 1 850. Ég hef reynt að grennslast eftir hvort nokkur hafi á þeim tíma gegnt störfum hans við Dómkirkjuna, en ekki orðið ágengt. Þykir heldur ólíklegt að í Reykjavík hafi þá verið nokkur maður fær um það. Ekki veit ég hvort Pétur hefur komið yfir Hellisheiði á messudögum til að spila í Dómkirkjunni eða hvort orgelið hefur þá verið ónotað og t.d. forsöngvari hafi stjórnað söngnum. Veturinn 1866-1867 dvaldist Pétur Guðjohnsen utanlands. Hann var að búa sig undir að taka við póstmeistarastöðunni í Reykjavík - sem hann fékk þó ekki. - Þann vetur lék Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld, sem þá var skólapiltur í Latínuskólanum á orgelið. Veturinn 1919-1920 dvaldi Sigfús Einarsson erlendis, aðallega í Leipzig við tónlistariðkanir. Þann tíma hafði Pétur Lárusson embættið á hendi. Skömmu eftir að Friðrik Hallgrímsson var orðinn prestur við Dómkirkjuna fór hann að halda reglulega unglingaguðþjónustur. Jón ísleifsson var ráðinn organleikari við þær samkomur og hafði það starf á hendi frá 1923-1952. Þegar Kristinn Ingvarsson fór að læra á pípuorgel hjá Sigfúsi Einarssyni varð hann aðstoðarmaður hans og þar til er Sigfús féll frá, og nokkur ár var hann aðstoðarmaður Páls ísólfssonar eftir að hann tók við embættinu. Kristinn hafði embættið á hendí um tíma 1929 í fjarveru Sigfúsar og einnig um tíma 1939 meðan það var óveitt eftir lát Sigfúsar. Sigurður ísólfsson gegndi embættinu er Páll var utanlands 1955. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.