Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 8
LÖG FÉLAGS ÍSLENSKRA ORGANLEIKARA: 1. grein. Félagið heitir „Félag íslenskra organleikara”. Lögheimili þess er í Reykjavík. 2. grein. Markmið félagsins er: a) Að gæta hagsmuna organleikara innan félagsins að ákveða launataxta fyrir öll störf þeirra enfélagiðkemurfram fyrir hönd stéttarinnar í öllum hagsmunamálum hennar. Félagið er stéttarfélag og því lögformlegur aðili um kaup og kjör félagsmanna sinna. b) Að vinna að eflingu kirkjutónlistar í landinu með fræðslufundum, tónleikahaldi, útgáfustarfsemi og á annan tiltækan hátt. 3. grein. Reglulegir félagar geta allir starfandi kirkjuorganleikarar orðið. 4. grein. Aukafélagar geta allir aðrir kirkjutónlistarmenn orðið. Þeir hafa ekki atkvæðisrétt. 5. grein. Organisti, sem hættir starfi sökum aldurs, heldur fullum réttindum, en er ekki gjaldskyldur. 6. grein. Aðalfundur samþykkir félagsgjöld. 7. grein. Félagsfundur skal samþykkja inntöku nýrra félaga. Aðalfundur getur vísað mönnum úr félaginu, ef um sérstakar ávirðingar er að ræða. Til þess þarf samþykki 2/3 fundarmanna. Úrsögn skal vera skrifleg. 8. grein. Stjórn félagsins skal skipuð þrem mönnum, formanni, ritara og gjaldkera, sem kosnir eru skriflega hver fyrir sig, til eins árs í senn. Þar af skulu tveir vera af Reykjavíkursvæðinu. Einnig skal kjósa þrjá menn til vara eftir sömu reglu. 9. grein. Fundi skal halda einu sinni í mánuði á tímabilinu okt - maí og oftar, ef þörf krefur, eða, ef a.m.k. tíu félagsmenn æskja þess og tilgreina ástæðu. Skrá yfir alla fundi skal stjórnin senda félagsmönnum á hverju hausti, ef unnt er. 10. grein. Aðalfundur skal haldinn í september ár hvert, og er boðaður sérstaklega, skriflega með hálfs mánaðar fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður. 11. grein. Á aðalfundi skal kjósa stjórn (sbr. 8. gr.) og tvo endurskoðendur. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.