Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 10
Heimsókn á kirkjukóramót Að tilstuðlan Kirkjukórasambands íslands og Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar átti undirritaður þess kost að sækja kirkjukóramót í Falun í Svíþjóð dagana 12. - 14. júní s.l. Mót þetta var haldið á vegum samtakanna „Riksförbundet Svensk Kyrkomusik" - RISK, en þau halda slíkar kirkjutónlistahátíðir á 3ja ára fresti á mismunandi stöðum í Svíþjóð í hvert sinn. í ár fór mótið fram á 2 stöðum samtímis, þ.e. í Falun og Kiruna í Norður-Svíþjóð. Áætlaður heildarfjöldi þátttakenda var um 2500 manns og var dagskráin hin sama á báðum stöðum. í Falun tilkynntu 75 kórar þátttöku sína með samtals 1210 kórfélaga. Falun er fremur lítill bær í fögru umhverfi Dalanna í u.þ.b. 200 km fjarlægð norð-vestur frá Stokkhólmi. Sveitarfélagið Falun nær yfir um 2000 km2 svæði og telur 50 þús. íbúa, en í bænum sjálfum búa um 15-20 þús. manns. - Saga staðarins nær langt aftur í aldir. Þarna er mjög fræg koparnáma, þar sem vinnsla hefur átt sér stað allt frá 10. - 11. öld og mun bærinn upphaflega hafa byggst vegna reksturs hennar. Tvær stórar kirkjur eru í bænum, byggðar á 16. og 1 7. öld og fór hátíðin að mestu fram í þeim. Flátíðin var sett á föstudagskvöldið kl. 6 með guðsþjónustu. Um kvöldið voru síðan 2 athafnir. Fyrst var samkoma kl. 9 er kölluð var SPECTRUM I. Þar var kynnt tónlist eftir sænska nútímatónskáldið Sven-Erik Báck. Að henni lokinni kl. 11 voru síðan kvöldmessur í báðum kirkjunum samtímis. í annarri kirkjunni var sungin messa í G-dúr eftir ítalska tónskáldið Antonio Caldara, en í hinni var sungin messa í B-dúr (St. Johannis de Deo) eftir Haydn. Ég var svo óheppinn að eiga þess ekki kost að hlýða á neitt af þessu. Eftir að hafa yfirgefið Ísland kl. 7.30 um morguninn, var 5 klst. seinkun í Osló vegna verkfalls flugumferðarstjóra. Var það til þess að ég var ekki kominn til Falun fyrr en milli 11 og 1 2 um kvöldið. Laugardagurinn hófst með morgunsöng - LAUDES - kl. 9. í annarri kirkjunni kl. 11.00 var síðan guðsþjónusta, sem kölluð var „Temagudstjanst". Eins og nafnið gefur til kynna, var þetta guðsþjónusta, sem helguð var ákveðnu efni eða "tema". i þessu tilfelli var það sköpunin. Athöfnin var mjög einföld í sniðum. Hún fór þannig fram, að stöðugt voru sungnir sálmar og lesinn texti til skiptis. Las presturinn texta eða flutti pistil, sem tengdist sköpuninni og hið sama var að segja um texta sálmanna. Hann tengdist yfirleitt að einhverju leyti þessu efni, sem guðsþjónustan var helguð. Um og eftir hádegið dreifðu margir kórarnir sér um bæinn og sungu úti við ýmsar stofnanir, svo sem skóla og spítala, og á torgum. Hefur það væntanlega sett skemmtilegan brag á bæjarlífið þennan daginn. Ekki spillti fyrir að mjög fallegt veður var, kyrrt og bjart. Síðdegis var síðan safnast saman við geysimikla íþróttamiðstöð skammt fyrir ofan bæinn til þess aðflytja 2. - hlutann af Messías. Á þessum stað er íþróttahöll, sem hefur einn stærsta innanhúsvöll á Norðurlöndum (gólfið er 90 x 46m). Þetta var eina húsið í Falun, sem gat hýst alla kórana ásamt hljómsveit og 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.