Organistablaðið - 01.11.1981, Qupperneq 11

Organistablaðið - 01.11.1981, Qupperneq 11
áheyrendum. Fannst mér það stórkostleg upplifun að hlusta á þetta verkflutt þar af 900-1000 manna kór. Þessum laugardegi lauk um kvöldið í báðum kirkjunum með samkomum er kölluðust SPECTRUM II. í þetta skiptið var tekin fyrir rómantísk tónlist. Þarna voru flutt verk eftir Cesar Franck, Brahms og Bruckner, svo og verk eftir minna þekkta höfunda eins og Georg Rathbone (1 874-?), H. Balfour Gardiner (1877- 1 950) og Maurice Duruflé (f. 1 902). Það var þó allri þessari tónlist sammerkt, að hún var ákaflega falleg, enda undirritaður frekar rómantískur í tónlistarsmekk sínum. Sunnudagurinn hófst kl. 11 með hámessu í báðum kirkjunum. Mjög var til messunnar vandað og má segja að hvað hátíðleik snerti, hafi hún verið hápunktur ferðarinnar. Við altarisgönguna kom hver kórinn fram á fætur öðrum og flutti eitt eða tvö verk, sem kvöldmáltíðarsöngva (communio). í lok messunnar var fluttur Hallelúja-kórinn úr Messías. Af þeim 1000 manna kór, sem flutti þetta daginn áður voru 400-500 þarna í kirkjunni. Organistinn lék undir og hafði sér til aðstoðar blásara og pákur. Ef til vill fannst mér þetta stórfenglegra en ella, vegna þess að þetta stóð ekki í dagskránní og kom því alveg á óvænt. Lokaathöfn mótsins var aftansöngur - VESPER - kl. 6 um kvöldið. Þar var frumflutt Magnificat eftir sænska tónskáldið Lars Edlund (f. 1922), sem var sérstaklega samið fyrir þetta kirkjutónlistarmót. Var þetta mjög nútímalegt verk, sem ég átti svolítið erfitt með að meðtaka. Eftir að hafa verið gestur á móti sem þessu, koma ýmsar hugsanir upp í huga manns. Einum hlut tók ég sérstaklega eftir, enda gerði ég mér far um aðfylgjast með því, Þetta var hinn almenni kirkjusöngur. Að sjálfsögðu var þetta kirkjukóramót og mikill hluti kirkjugesta í hverri athöfn söngfólkið sjálft. Þó var hópur annarra kirkjugesta ætíð nokkuð stór og í þeim sundurleita hóp söng næstum því hver einasti maður alltaf með. Þetta sér maður því miður ekki oft hjá íslenskum kirkjugestum, sem allt of oft koma í kirkju sem áheyrendur i stað þess að koma þangað sem þátttakendur. Það sem organistar gætu aftur á móti gert meira af, til þess að laða fram almennan söng, er að "transponera" sumum sálmum niður um hálfan eða heilan tón. Margir algengir sálmar ná alveg upp á e" og það er allt of hátt fyrir hinn almenna kirkjugest. Eftirspil á eftir sálmum heyrðust aldrei. Hins vegar kom oft fyrir, að í stað hins vanalega organistaforspils var allt lagið spilað yfir áður en söngur hófst. Þetta atriði gæti líka verið lóð á vogaskálar hins almenna kirkjusöngs. Ég var eini gesturinn frá Islandi, en auk þess var þarna einn Norðmaður og einn Dani. Allir aðrir voru Svíar. Ferðir sem þessar hafa mikið gildi að mínu mati. Þarna komast á sambönd milli þjóðanna, sem geta orðið mikils virði ef þeim er haldið við. Og fyrir þátttakandann er þetta dýrmæt reynsla, sem skilar honum heim til íslands hæfari til að gegna sínu starfi en áður. Ólafur W. Finnsson. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.