Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.11.1981, Blaðsíða 15
Jósef Eriksson Sérstæðasta kirkjulega tónskáld Svía innan ramma einsöngslaga og verka fyrir fáa flytjendur er án efa Josef Eriksson (f. 1872). Hann samdi ekki mörg verk við kirkjulega texta, en með verkum eins og " Bed att det dagas" (úr Pá hoppets dag" eftir Topelius) fyrir einsöngsrödd eða einradda kór og piano eða orgel (einnig umsamið fyrir sóló, blandaðan kór eða þriggja radda kvennakór með piano eða orgel undirleik), „Mikil og undursamleg eru verk þín" (úr Opinberun Jóhannesar) fyrir rödd og orgel ásamt "Post tenebras lux" (við kvæði eftir Linu Sandell) fyrir sóló, tvo blandaða kóra, orgel eða pianó, hefur Josef Eriksson auðgað sænska kirkjutónlist með verkum sem eru einföld í flutningi og samin í stíl sem einkennir þennan sérstæða höfund. Tónmál og hljómagangur skipar þessum verkum í flokk annarra verka sænskra, sem eru lituð impressionisma og rómantík, en falla að sjálfsögðu ekki að þeirri stílhugsun sem nútíma kirkjutónlist leitar eftir. Hinar sérstæðu laglínur og finlegu blæbrigði hafa skapað þeim sérstakan sess í sænskri tónlist. Flest yngri tónskáld sem semja einsöngslög hafa orðið fyrir meiri og minni áhrífum frá Josef Eriksson. G.J. þýddi. Kaflinn hér á undan er úr hinu merka riti „Kyrkomusikens historia" eftir Carl-Allan Moberg. Carl Allan Moberg (f. 1986) var prófessor í tónvísindum við háskólann í Uppsölum Af mörgum öðrum merkum ritverkum hans skulu hér aðeins nefnd „Tonkonstens historia", ,,Frán kyrko-och hovmusik till offentlig konsert", ,, Die liturgischen Hymnen in Sweden" og „Bachs Passioner och Höga Massa". Josef Eriksson (1872-1957) var söngkennari í Uppsölum og organleikari við Mikaels- kapelluna þar í borg. Ekki verður hér reynt að bæta miklu við það sem C.A.M. segir í kafl- anum sem hér er tilfærður. Aðeins nefnd til viðbótar þessi kirkjuleg tónverk J.E. :,,Guds jord och Guds himmel", (sex sánger om mánniskolivet eftir P. Bolinder) „Bevara Gud várt fosterland", „I öster stiger solen opp", „Tvá váldiga strida" og getið um nokkraraðrartón- smíðar hans. Hann hefur samið mörg kórlög, 200einsöngslög, 30karlakórlsbg. Hljóðfæra- tónlist hefur hann einkum samið í hinum minni formum (pianolyrik). Nefnd verða hér f. piano, Sonata í d-moll, Sonatína í G-dúr, f. strokkvartett „Bukolika" (svíta) og Ad tenebras (andante) og loks „Enkla och Melodíósa Preludier för Orgel eller Harmonium", Op. 1. Sendið blaðinu fréttir af flutningi kirkjutónlistar. ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.