Organistablaðið - 01.11.1981, Side 22

Organistablaðið - 01.11.1981, Side 22
Antonio Corveiras Antoníó Corveiras organisti Hall- grímskirkju í Reykjavík hefir haldið 10 tónleika á rúmu ári í 5 kirkjum, Akureyrar-, Hafnarfjarðar-, Kefla- víkur-, Selfoss- og Fíladelfíu - kirkjum. Á þessum tónleikum hefir hann leikið um 50 verk eftir nær 40 tónskáld 9 þjóðlanda og spanna yfir tímabilið frá 1 600- til nútímans. - Áðúr hafði hann haldið tvenna tónleika í Keflavíkur- kirkju. - Leikur hans ber með sér franskan „elegansa" og spænska „litadýrð". Hann hefir með vali verkefna sinna kynnt íslenzkum orgel- áhugamönnum bæði gamla og nýja músík, þá, sem hérlendir organistar hafa að miklu leyti sniðgengið. - Því verður ekki móti mælt að organleikar- ar okkar hafa boðið upp á nokkuð einhæf verkefni mest Bach og rómantík. Þess vegna hefir tónleika- hald Antóníós vakið athygli og víkkað sjónarsvið margra. Þess má geta að um þessar mundir heldur hann myndlistarsýningu á eigin verkum. Antonio D. Corveiras er fæddur á Spáni og hlaut tónlistarmenntun sína í Madrid. Hann lagði fyrir sig orgelleik og stundaði nám í París hjá André Isoir og sótti einnig tíma hjá Gaston Litaize, Jean Langlais og Pierre Cochereau. Hann hefur haldið orgeltónleika víða um lönd, bæði austanhafs og vestan. Hann er nú kennari viðTónlistarskóla Keflavíkur og viðTónskóla Þjóðkirkjunnar í Reykjavík og starfandi organisti við Hallgrímskirkju. Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri: Daníel Jónsson, ritari: Guðný Magnúsdóttir. Afgreiðslumaður blaðsins: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37 R. Prentað í Borgarprent. Útgáfu önnuðust: Kristján Sigtryggsson ábm, Páll Halldórsson og Páll Kr. Pálsson. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.