Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 8
Félagsfundur F.Í.O. haldinn 18. jan. ’82 Rætt var um reikningsform fyrir organista sem þurfa að fara út fyrir aðsetur sitt, til að spila við athafnir s.s. jarðarfarir. Ákveðið var að hafa það til athugunar tll næsta fundar. Þá fór fram inntaka nýrra félaga en þeir voru 17. Stjórnin sendi öllum starfandi organistum á landinu, sem ekki eru félagsmenn F.I.O., bréf og hvatti þá til aðildar að félaginu og einnig á- skriftar að Organistablaðinu. Voru þessar umsóknir flestar svör við þessu bréfi. Nýrir félagara eru: Áskell Jónsson, Akureyri Guðlaug Hestnes, Höfn Hornafirði Guðmundur Ómar Óskarsson, Reykjavík Óðinn G. Þórarinsson, Fáskrúðsfirði Kristín Þuríður Jónasdóttir, Reykjahlíð Margrét Runólfsdóttir, Fljótsdal Haraldur Júliusson, Vestur-Landeyjum Inga Hauksdóttir, Kambsstöðum Kristjana Höskuldsdóttir, Melaleiti Andrés Einarsson, Hruna Gígja Kjartansdóttir, Fossbrekku Anna Ingólfsdóttir, Reykjavík Guðjón Pálsson, Siglufirði Baldur Sigurjónsson, Akranesi Ingimundur Guðjónsson, Þorlákshöfn Pavel Smit, Reyðarfirði Jón Þ. Björnsson, Borgarnesi. Þá var á dagskrá auglýst fundarefni, en það var, ferð organista dagana 14.-24. okt. 1981 til nokkurra Evrópulanda til að skoða og kynna sér orgel. 3 þátttakendur mættu og sögðu frá ferð sinni i stórum dráttum og gáfu fundarmönnum örlitla innsýn í þau fjölbreyttu hljóðfæri sem þeir sáu og kynntust á leið sinni. Guðný Magnúsdóttir ISTONN HF. kynnir og selur íslenskar nótur um víða veröld. Hún útvegar líka allar nótur erlendis frá ÍSTÓNN HF. Freyjugötu 1 - Sími 21185 H OHGANIS'rAIJLAÐH)

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.