Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 16
annarri vél, en aðalhópurinn bíður. Sumir fara ,,í land", að sjá sig um, en þarna er mjög heitt í veðri (30 stig). Ég og margir fleiri fara ekki, við látum okkur nægja það sem við sjáum út um gluggana. Við bíðum þarna íflugstöðinni, sumir sofna. Loks koma þeir aftur sem ,,í land" fóru, létu vel yfir sinni ferð, þarna er fallegt. Senn er gefið borttfararmerki, allir út í vélina, sem fer með okkur heim. „Velkomin um borð", er nú aftur sagt á íslenzku. Aftur ofar skýjum. Gaman að virða skýin fyrir sér. Þarna er fjölbreytt „landslag", slétt, hæðir, dældir, strókar sem minna á hraundranga í Aðaldalshrauni. Vélin flýgur norðvestur, nú sjáum við grilla í land, landið okkar. Suðurlandið blasir við með fjöllum og jöklum, söndum og vatnsföllum. Við erum að verða komin heim heil á húfi, hefðum að réttu lagi átt að syngja hið fagra erindi Jóns Ólafssonar. „Guð minn, þökk sé þér. Þú að fylgdir mér aftur hingað heim. Hér vil ég þreyja. Nýtt hvað í mér er Island, helga ég þér. Fyrir þig er Ijúft að lifa og deyja". Eigi var þetta sungið, en e.t.v. hefir þetta komið einhverjum í hug. Við erum öll glöð í hug, ferðin hefir tekist mjög vel, sem bezt má verða. Við þökkum Guði og öllum góðum mönnum, er að ferðinni hafa unnið. Þökkum biskupi íslands fyrir hlý kveðjuorð, óskir og góðar stundir, er við nutum í boði biskupsembættisins, í Leipzig og Vín. Þökkum einnig menntamálaráðherra og menntamálaráði fyrir yndislega tónleika og ballettsýningu. Að síðustu: Haukur. Smári. Jónas. Innilegustu þakkir fyrir góða fararstjórn, samfylgd og leiðsögn. „Spennið beltin. Lending í nánd." Keflavíkurflugvöllur. - Viðerum brátt komin út, förum í gegnum fríhöfnina. Þátollinn, þaðgengurgreiðlega. Bráttkemurstór bíll, sem tekur margt af fólkinu, en það fara ekki allir með. Hér skilja leiðir sumra úr hópnum, „að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga". - Þetta hefir verið samrýmdur hópur, góður og glaðvær andi ríkt íferðinni alla leið, og þá kannske ekki saknaðarlaust að skilja, en eigi meira um það. Við erum að halda heim, flugrík af góðum endurminningum. Leið okkar í stóra bílnum liggur að Loftleiða- hótelinu, en þar skilur alveg með okkur. Björg Björnsdóttir Gott að vera aftur komin heim. íLóni Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri: Daníel Jónasson, ritari: Guðný Magnúsdóttir. Afgreiðslumaður blaðsins: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37 R. Prentað í Borgarprent. Útgáfu önnuðust: Kristján Sigtryggsson ábm, Páll Halldórsson og Páll Kr. Pálsson. 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.