Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 17
Gísli heitir hann og er Þorsteinsson. Hann er fæddur 6. ágúst 1896 að Ytri- Hrafnabjörgum í Hörðudalshreppi í Dalasýslu. Hann á heima í Geirshlíð (Þorgeirs- staðahlíð) í Miðdalahreppi í Dalasýslu, þar sem hann hefur búið allt frá árinu 1922. Þó að það sé ætlun mín að minnast aðallega organistastarfs Gísla, get ég ekki stillt mig um að geta hans ofurlitið á öðrum starfssviðum hans. Á árinu 1975 gafst mér tækifæri til að stija í samkvæmi í félagsheimilinu á Nes- odda í Miðdalahreppi, þar sem Gísli var geröur að heiðursborgara Miðdalahrepps. Þá hafði hann verið í hreppsnefndinni meira en hálfa öld og oddviti hennar 40 ár af þeim tíma. Þetta sýnir greinilega hvilíks traust hann hafði notið meöal sveitunga sinna. Hann var eitt sinn, ekki alls fyrir löngu, spurður af þjóðkunnum manni: „Hvað veldur þessu trausta fylgi?" Og Gísli lét ekki bíða svarsins lengi: „Ég get aldrei neitað neinum um bón og útréttaði mikið fyrir aðra. Ég lét það ganga fyrir, sem ég þurfti að gera fyrir aðra. — Ég átti góða konu, sem sá um búskapinn á meðan ég sinnti náunganum." Af oddvitastörfum lét hann 1978, eftir að hafa rækt þau um 40 ára skeið. Þegar ég spurði hann um fleiri opinber störf, nefndi hann m.a. skólanefndarstörf héraðsskólans á Laugum í Dalasýslu, formaður ræktunarsambands 17 ár, umboðs- maður Brunabótafélags Islands var hann frá 1934, já, svo taldi hann upp fleiri nefndir, en taldi ekki ástæðu til þess að tíunda þess konar nánar. Bóndi reyndist hann framtakssamur, sem á fleiri sviðum. En nú er best að snúa sér að organistastörfum hans Gísla í Geirshlíð. Ungur var hann, þegar hann fór að þrá að leika á orgel. En aðstaða til þess var fremur lítil. Af sjálfsdáðun fór hann að fikra sig inn í tónaheim orgelsins. hann sagði, að upphaflega hefði það verið „fikt vegna löngunar sinnar að læra að spila létt lög“, sagði hann. Loks tókst honum að læra undirstöðuatriði. i orgelleik hjá ORC;ANIS'rAJ3I.ARIE> 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.