Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 18
bónda í nágrenninu. En tíminn leið og Gísli varð 23 ára, þegar hann „dreif" sig suður til Reykjavikur og var þar við orgelnám hjá tónskáldinu Sigfúsi Einarssy.ni. það var veturinn 1919-1920. f grein sem Eiríkur Eiríksson skrifaði um Gísla I tímaritið „Heima er best" á árinu 1976, segir meðal annars: „Og Gísli Þorsteinsson hóf svo orgelleikaraferil sinn í þeirri kirkju (Snókdals- kirkju) á jóladag áriö 1920, og þar spilaði hann þangað til fyrir nokkrum árum. í Kvennabrekkukirkju spilar hann aftur á móti enn þann dag í dag (1976)“. Organisti þeirrar kirkju var hann til 1980, svo að 60 urðu árin kirkjuorganleiks hans. En í áðurnefndri grein er hann spurður: „En hvernig gastu nú gefið þér tíma til að stunda músíkina, jafnhliða erlilssömum búskapar- og oddvitastörfum?" „Ja, þegar maður hefur áhuga á einhverjum málum, er alltaf hægt að veita sér einhverjar stundir, t.d. i staðinn fyrir að leggja sig á kvöldin. Ég á margar góðar stundir frá músíkstarfinu, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Músík og söngur er víða iðkað hér í Dölum. Oft tókst mér aö koma hér upp kórum, karlakórum og blönduðum kórum og svo spilaði ég oft í nágrannakirkjunum. Karlakór hafði ég um tíma, sem ekkert nafn hafði. Við komum bara saman og sungum. Þessi kór var tvöfaldur kvartett (8 menn) og hann var við lýði tvo vetur, en þá féll þessi söngur niður vegna þess að margir kórmenn fluttust burtu. Þegar séra Eggert Ólafsson var prestur hérna, æfði ég oft söng hjá kirkjukórnum þrisvar í viku. Ég á margar skemmtilegar minningar frá þessu söngstarfi, sem ég fer nú ekki að segja þér frá, því að það yrði svo langt mál. En mikið gaman hafði ég af því hérna í gamla daga, þegar þeir Hallgrímur frá Ljár- skógum og Kristján Jóhannesson læknir komu hingaö og sungu einsöng og tvísöng og ég spilaði undir". Og enn situr Gísli við orgelið sitt og skemmtir sér við að spila gömul og ný lög. Gísli var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín Jónsdóttir frá Fremri-Hrafna- björgum, sem hann kvæntist 1921, en hún Iést27. apríl 1922. Síðari kona hans var Steinunn Guðmundsdóttir Ijósmóðir. Henni kvæntist hann 1924, en hún lést 10. janúar 1974. Þau eignuðust tvö börn, Guðmund, bónda í Geirshlíð II, og Kristínu, sem búsett er í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp þrjú börn. Heill sé þessum aldna heiðursmanni og verði stundir hans við orgelið sem flestar og honum sem skemmtilegastar. Jón Kr. ísfeld. Gísli lést 8. júlí 1982. Greinin hér aö framan var skrifuð um 2 mánuöum fyrir lát hans. Ætt- ingjum er hér meö vottuð dýpsta samúð og beðið blessunar Guðs. FRÁ STJÓRN F.Í.O. Taxti frá 1. sept. 1982. Organleikur v/giftingar Kr. 347,- Skírnarathöfn Kr. 260,- Útfarir: Messa í forföllum Kr. 694.- Kirkjuathöfn Kr. 347,- Gjald fyrir ferðir Kirkjuathöfn m/einleik vegna útfara í Rvik Kr. 88.- eða undirleik Kr. 520,- Helgiathöfn á sjúkrahúsum Kr. 520,- Kistulagningarathöfn Kr. 260.- og fyrir ferðir Kr. 88.- Húskveðju Kr. 260,- 1K OR( iANISTABLAiiIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.