Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 19
Org anistaskip ti við Hallgrímskirkju í Reykjavík Um mánaðamótin maí og júní urðu organistaskipti við Hallgrímskirkju. Antonio Corveiras lét af störfum en Hörður Áskelsson hefur verið ráðinn organisti kirkjunnar. Hörður er fæddur 22. 11. 1953 á Akureyri. hann stundaði fyrst píanónám við Tónlistarskólann á Akureyri en síðan orgelnám hjá Gígju Kjartansdóttur við sama skóla. Árið 1973 lá leiðin til Reykjavíkur í Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Árið 1976 lauk hann B-prófi í orgelleik við Tónlistarskólann, en org- elkennari hans þar var Marteinn H. Friðriksson. Eftir það hélt hann til Dusseldorf í Vestur-Þýskalandi til náms við kirkjutónlistardeild tónlistarháskólans þar. (Staatliche Hochschule fúr Musik, Rheinland - Robert Schumann Institut). Hann stundaði þar nám fram til ársins 1981 er hann lauk A-prófi frá skólanum. Kirkjutónlistarnám ( Þýskalandi er mjög víðtækt. Aðalgreinar eru: Orgelleikur, leik- ur af fingrum fram (Improvitation), kórstjórn, píanóleikur, söngur og litúrgía. Auk þess þarf að Ijúka við fjölda aukagreina eins og til dæmis kirkjutónlistarsögu, orgel- smíði, partitúrspil, hljómsveitarstjórn, sálmafræði (hymnologie), og kirkjusögu. Þar sem hann fékk fyrstu einkunn á A-prófi var honum boðið að stunda áfram nám í orgeleinleikaradeild skólans á sumarsemestri 1981 og vetrarsemestri 1981- 82. Auk þess tók hann að sér stöðu kantors við Neanderkirkjuna í Dússeldorf frá 1. september 1981 til 1. mái 1982 fyrir organistann þar, Oskar Gottlieb-Blarr, sem dvaldi í leyfi í ísrael. Auk reglubundinna organistastarfa felur þetta starf í sér skipu- lag tónleikahalds og þjálfun kórs fyrir það. Hápunktur vetrarstarfsins var konsert 14. mars s.l., þar sem flutt var De profunþis eftir Marc Antonie Charpentier (+ 1704), Orgelkonsert f g-moll eftir F. Polence (+1964) og Requiem eftir Gabriel Fauré (+ 1924). Flytjendur voru kór kirkjunnar og hljómsveit undir stjórn Harðar, Nancy Herbi- son sópransöngkona, Andreas Schmidt bariton og Almut Rössler organisti. Flutningi þessum var mjög vel tekið og fengu flytjendur og þá sérstaklega hinn ungi stjórn- andi mjög góða dóma. Við væntum mikils af störfum Harðar og bjóðum hann sérstakelga velkominn í raðir félagsmanna F.f.O. OR( jANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.