Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 21
þerra eignaðist Axel raunverulega í fyrsta sinn öruggt athvarf, enda gengu þau hon- um í foreldra stað. Hér einbeitti hann sér að kröfuhörðu námi, braut bein til mergjar, kættist í mannmörgum vina hópi, naut frásagnargleði kærkominna gesta frá ættjörð- inni og lét fjúka eigin spaugsyrði. Að afloknu námi gerðist Axel félagi í „Det unge Tonekunstnerselskab." Þar var hann mikilsvirtur píanisti og kom oft fram á konsertum. Viðbrugðið var aðlögunar- hæfni hans í kammermúsík-samleik, enda var hann eftirsóttur meðleikari í mörgum hljómleikahúsum, ýmist með söngvurum eða einleikurum, sömuleiðis sem tríó-pían- isti. Tækni hans var óbrigðul, ásláttur mjúkur og syngjandi og innlifun sívökul. Allir vildu með Axeli vinna, bæði fullvaxið listafólk og hálfvaxnir nemendur, sem fjölmarg- ir sóttust eftir kennslu hans. Þannig líða nokkur ár konserta og kennslustunda, þar sem frábær kunnátta fær að njóta sin. Samt hvarflar hugur tíðum heim. Átthagar heilla. Árið 1939 opnast möguleiki til heimferðar. i Reykjavík losnar organista-staða. Axel kemur á framfæri umsókn sinni. En starfið hlýtur hann ekki, enda þótt hann sé útlærður organisti og fyrsti (slendingurinn með tvenn konservatoríu-próf. Vonbrigði hans urðu skiljanlega meiri en orð fá lýst og ollu því, að hann gerði sér ekki framar tíðförult til ættlands- ins. Vissulega hefði það orðið landi og lýð mikill ávinningur að endurheimta Axel Arn- fjörð heim á feðra storð, ekki síst þar sem tónmenntaleg vanþróun margra alda hefði markað sín spor í öllu þjóðlífi. En ísland þekkti ekki sinn vitjunartíma. Ævilöng útlegð urðu hans örlög, sjálfum honum til sárinda og þjóð hans til vansa. Einka- hagsmunir voru teknir fram yfir þjóðarnauðsyn. Slík menningarpólitísk afstaða er lítt til heilla fallin og ber vott um enn minna eðlilegt þjóðarstolt. Af því hlýst margvíslegt tjón, sem reynt er að bæta upp með hverskyns útlendingadekri (gott dæmi þess er á síðustu tímum áhöfn og rekstur Sinfóníuhljómsveitarinnar), en auðginnt er barn í bernsku sinni. Axel Arnfjörö var gæddur hreinni listamannssál. Að upplagi var hann glaðsinna, léttur í lund við vina fund, kíminn I svari og skjótorður. Músík var honum heilagt afl, mannþroskandi og siðbætandi. Hún var honum miskunn og náð í andstreymi lifs, kraftsins uppspretta gegn mannlegum veikleika, uppljómun tilverunnar í efasemd- anna stríði. Þessi sannfæring hans gerði hann að hrífandi kennara. Og enda þótt einsemd og biturleiki sæktu að honum hin síðari ár, þá yfirunnust slíkar umleitanir jafnskjótt og hann sló fyrstu korðu á hljóðfæri sitt eða ræddi um músík og ofur- mennskan mátt hennar. Hún upptendraði hug hans svo sem dögg grænkar gras. Að síðustu þakka ég góðum vin ótölulegar ánægjustundir. Elns og hann forðaðist allar feilnótur, þá var og hvergi til falskur tónn í hans drengskapar sál. Allir sam- fundir með honum voru lofgjörð til þess lífs, sem vegsamar þá háu hugsjón að stefna að æðra marki, sjálfum sér og samvistarmönnum sínum til fyllsta þroska. Þessi gæfa var gefin Axel Arnfjörð. Dr. Hallgrímur Helgason OKOANISTABI.AÐIÐ 21

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.