Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 5
Kristján Sigtryggson og Gústnf'Jóhannesson 13. norræna kirkju- tónlistarmótið Fimmtudaginn 19. ágúst lögðum við 4 íslendingar af stað með flugvél Flugleiða frá Keflavíkurflugvelli og var ferðinni heitið til Álaborgar í Danmörku á norrænt kirkju- tónlistarmót, það 13. í röðinni. Fyrsta mótið var haldið 5.-7. mai árið 1933 í Stokkhólmi undir traustri stjórn David Áhlén. Síðan hafa þau verið nokkurn veginn reglulega á 4 ára fresti og röðin er alltaf sú sama: Svíþjóð, Finnland, Danmörk, Noregur og ísland. Næsta mót verður því í Noregi árið 1986 og röðin kemur að íslandi árið 1990 í þriðja sinn, en mótin voru á íslandi árin 1952 og 1970. Félag íslenskra organleikara var stofnað árið 1951 i tengslum við þetta mót. Öll hafa þau borið svip norrænnar hámenningar, verið vettvangur umræðu um kirkju- tónlist og þróun hennar, og þó sérstaklega gefið þátttakendum kost á að hlýða á og taka þátt í vönduðum flutningi kirkjutónlistar í guðsþjónustum og á konsertum. Ferðafélagar mínir voru Gústaf Jóhannesson organleikari Laugarneskirkju i Reykjavík, Halldór Vilhelmsson óperusöngvari og kona hans Áslaug Ólafsdóttir tón- menntakennari. Ferðin gekk að óskum. Við komum til Álaborgar um kl. 16.00 eða nógu snemma til að tilkynna komu okkar f Álborg hallen og taka þar þátttökugögn sem danska mótsnefndin hafði látið gera og voru til mikillar fyrirmyndar. Gústaf, Halldór og Áslaug fóru að athuga tvær kirkju og orgel þeirra, sem nota skyldi til flutnings nýrra íslenskra kirkjutónverka eftir Gunnar Reyni Sveinsson síðari ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.