Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 7
Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhannesson Fyrst lék Gústaf Jóhannesson Fantasíu fyrir orgel yfir íslenskt þjóölag. Verkið er samið 1982 og hefur verið flutt aðeins einu sinni áður í Skálholti. Flljómburður í báðum þessum kirkjum er aö vísu góöur og ég heyrði flutninginn í Skálholti. Þar er ágætt 11 radda orgel. En nú komst Gústaf í 48 radda orgel frá Marcussen og Son, ágætt hljóðfæri sem var stækkað og endurbyggt árið 1978. Og ekki fór hjá því að tónsmíðin magnaðist öll þegar kostir þessa stóra orgels voru fullnýttir. En það gerði Gústaf af mikilli prýði. Fantasían ber með sér að Gunnar Reynir er hugmyndaríkur í besta lagi og hann fléttar þessar hugmyndir saman af kunnáttu og mikilli smekkvísi. En um leið krefst hann þess af orgelleikaranum að allur stefjagangur komi til skila, að raddval skili litauðgi í hljómum, þó mismunandi eftir köflum og að orgelleikarinn ráði yfir mikilli spilatækni til að skila verkinu til áheyrenda. Fyrst í stað hafði maður á tilfinningunni að þessi kröfuharði og gagnmenntaði áheyrendahópur hlustaði á stefið með nokkurri spurn og forvitni en fljótt myndaðist stemning I kirkjunni þess eðlis að maður komst ekki hjá því að vera stoltur af lönd- um sínum. Næst fluttu þeir Halldór og Gústaf Kantötu fyrir baryton og orgel (frá 1982) eftir Gunnar Reyni og tókst báðum að gera verkinu hin bestu skil. Halldór er stöðugt vaxandi söngvari og í þessum flutningi hafði hann fullkomlega vald á röddinni þó kantatan kefjist mikils raddsviðs. Sönghlutverkið hefst með fram- sögn (recitativi) og þróaðist yfir I söng með undirleik, textinn er úr 137 og 117 sálmi Davíðs. Tónverkið túlkar textann á áhrifamikinn hátt allt frá byrjun „Við Ba- belfljót, þar sátum við og grétum" til rismikils lofsöngs „Lofið Jahve, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir." Organistinn þarf því að hafa góðan tíma til að registra og æfa með söngvaranum. O RGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.