Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 9
Þorsteinn Bjamason: Forðum tíð Laxárdalsmenn í Hruna- mannahreppi Einar Einarsson yngsti var mesti listamaður. Var hann einn af þeim mönnum, sem flest lá opið fyrir, bæði til munns og handa. Saumavél smíðaði hann, sem reyndist vel nothæf. Orgel smíðaði hann. Voru þau sterk og raddmikil, en fína tóna vantaði í þau. Á þessum árum voru hljóðfæri að ryðja sér til rúms í kirkjum víðs vegar. Á safnaðarfundi var Einar kjörinn til að læra að leika á orgel í Hrunakirkju. Lærði hann orgelslátt hjá Bjarna organleikara í Götu á Stokkseyri, Pálssonar á Syðra-Seli. Einar var hjá Bjarna einn mánuð. Þegar Einar kom heim aftur, spilaði hann á orgelið við messugjörð í Hrunakirkju. Þetta þótti einsdæmi. Einar átti heimilisorgel, og var ekki laust við, að hann fengi ámæli fyrir hjá náunganum. Var álit manna, að honum væri sæmra að láta fé sitt í eitthvað annað en þennan óþarfa. í brúðkaupi sínu spilaði Einar á orgel heima hjá sér og þótti boðsgestum það ný- stárleg skemmtun. Séra Valdimar Briem var í brúðkaupi Einars og Sigríðar, og orti hann brúðhjónavísur, eins og þá var venja, og minnist í þeim á hljóðfærasláttinn. Einar byrjaði búskap á einhverjum hinum erfiðustu tímum 19. aldarinnar, hvað tíðar- far snertir, gaddaveturinn 1881 og svo harða vorið, oft nefnt fellisvorið, 1882. Hefir Einar orðið fyrir þungum búsifjum af völdum tíðarfarsins. Sagði hann lausri jörðinni og fluttist til Hafnarfjarðar árið 1883. í Hafnarfirði dvaldist hann til dauðadags, hinn 7. janúar 1891. Börn Einars og Sigríður, þau er komust til fullorðins ára, eru: Rann- veig kona Þorkels veðurfræðings Þorkelssonar, Guðfinna kona Páls járnsmiðs Magnússonar, og Sigurður Hlíðar, dýralæknir á Akureyri. Sigríður Jónsdóttir, ekkja Einars, giftist aftur Guðmundi bónda á Úlfarsfelli í Mosfellssveit. Þetta er kafli úr ritgerð um Laxárdalsmenn í Hrunamannahreppi eftir Þorstein frá Háholti Bjarnason. Ritgerð sú er prentuð í Blöndu, riti Sögufélagsins VI. bindi 1936- 1939. Áður fyrr var eingarréttur á tónsmíðum ekki hátt skrifaður. Handel var á sínum tíma óragur við að „taka að láni“ frá sjáifum sér eða öðrum tónskáldum og hefir það skapað músíkfræðingum ærið erfiði um 200 ára skeið. Eitt sinn er hann „stal“ heilli aríu frá kollega sínum var hann spurður hví hann gerði þetta. Þá svaraði hann: „O, arían er alltof góð fyrir hann.“ ORGANISTABLAÐIÐ 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.