Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 10
Bjarni Bjarnason organistl Bjarni Bjarnason, Brekkubæ andaöist 12. mars s.l. tæplega hálfníræður. Hann var fæddur 19. maí 1897. Bjarni var mikill ræktunarmaöur. Hann var búhöldur góður. Hann átti mörg áhuga- mál. Félagsmálamaður var hann mikill. Hann átti stórt og gott bókasafn. Hann grúskaði í ættfræði, stúderaði kenningar dr. Helga Péturss.fékkst við tónsmíðar. Rit- fær var hann svo sem best mátti verða, samdi m.a. sögu Nesja í A-Skaft. Hann var heiðursborgah Nesjahrepps. Þekktastur varð hann fyrir tónlistarstörf sín. Tónlistar- kennarar hans voru fyrst Magnús Einarsson, organisti á Akureyri og síðar um skeið, dr. Páll ísólfsson og Sigurður Birkis. Vorið 1916 byrjaði Bjarni að spila í Bjarnaneskirkju og var sfðan organisti við þá kirkju í 62 ár. Karlakór Homafjarðar starfaði um áratugaskeið undir stjórn hans og á áttræðisafmæli hans átti kórinn hlut að því að gefin voru út 14 sönglög eftir hann. Konu sína, Ragnheiði Sigjónsdóttur missti Bjarni 22. des. 1979. — Þeim varð þriggja barna auðið. í tilefni af áttræðisafmæli Bjarna skrifaði Jón ísleifsson organleikari grein um hann I þetta blað (X.2) og vísast nú til þeirrar ritgerðar. ÍO ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.