Organistablaðið - 01.11.1982, Side 10

Organistablaðið - 01.11.1982, Side 10
Bjami Bjamason organisti Bjarni Bjarnason, Brekkubæ andaðist 12. mars s.l. tæplega hálfníræður. Hann var fæddur 19. maí 1897. Bjarni var mikill ræktunarmaður. Hann var búhöldur góður. Hann átti mörg áhuga- mál. Félagsmálamaður var hann mikill. Hann átti stórt og gott bókasafn. Hann grúskaði í ættfræði, stúderaði kenningar dr. Helga Péturss.fókkst við tónsmíðar. Rit- fær var hann svo sem best mátti verða, samdi m.a. sögu Nesja í A-Skaft. Hann var heiðursborgari Nesjahrepps. Þekktastur varð hann fyrir tónlistarstörf sín. Tónlistar- kennarar hans voru fyrst Magnús Einarsson, organisti á Akureyri og síðar um skeið, dr. Páll ísólfsson og Sigurður Birkis. Vorið 1916 byrjaði Bjarni að spila í Bjarnaneskirkju og var síðan organisti við þá kirkju í 62 ár. Karlakór Hornafjarðar starfaði um áratugaskeið undir stjórn hans og á áttræðisafmæli hans átti kórinn hlut að því að gefin voru út 14 sönglög eftir hann. Konu sína, Ragnheiði Sigjónsdóttur missti Bjarni 22. des. 1979. — Þeim varð þriggja barna auðið. í tilefni af áttræðisafmæli Bjarna skrifaði Jón ísleifsson organleikari grein um hann í þetta blað (X.2) og vísast nú til þeirrar ritgerðar. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.