Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.11.1982, Blaðsíða 11
Guðmundur Matthíasson organisti Guömundur Eggert Matthiasson, fyrrum organisti í Kópavogi, lést á Vífilsstööum þann 17. júlí, 73 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Grímsey 26. febrúar 1909. Hann var sonur hjónanna Matt- híasar Eggertssonar, prests þar, og Guðnýjar Guðmundsdóttur, en þau hjón eign- uðust alls 14 börn. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri, eftir það stundaði hann tónlistarnám í Þýskalandi í 6 ár, fyrst í píanóleik og tónfræði í Leipzig og Berlín, en síðar tónvísindi við háskólana í Hamborg og Köln. Hann var síðan tónlistarkennari við Kennaraskóla (slands en kenndi einnig tungu- mál, aðallega þýsku. Hann var organisti í Kópavogi frá þvi að Kópavogssöfnuður var stofnaður árið 1952 og gegndi þvi starfi í 20 ár, eða til ársins 1972. Hann var félagi í Félagi íslenskra organleikara frá 1952, sæti hans þar var sjald- an autt á félagsfundum. Þaðan munum við organleikarar hlýtt viðmót hans, hógværa kímni, samviskusemi, nákvæmni og mikla þekkingu hans á öllum tónlistarmálum. Eftirlifandi kona Guðmundar er Helga Jónsdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal, en foreldrar hennar voru Jón Eggertsson og María Sigurðardóttir frá Dagverðareyri. Helga hefur starfað við kennslu og skrifstofustörf. Þau Helga og Guðmundur eign- uðust fjórar dætur. Þær eru: Guðný, konsertmeistari í Sinfóníuhljómsveit íslands, María, hjúkrunarfræðingur og tónlistarkennari í Osló, Rannveig, húsmóðir og félags- málafulltrúi á ísafirði, og Björg, húsmóðir og snyrtisérfræðingur á Patreksfirði. Hann lagði öllum málum lið. Hógværð, hlýja og gleði fylgja minningu hans. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. K.S. ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.