Organistablaðið - 01.12.1983, Síða 3

Organistablaðið - 01.12.1983, Síða 3
Rabbað við Sigurð ísólfsson Nýlega hitti blaðnefnd Sigurð ísólfsson að máli á skrifstofu formanns, Kristjáns Sigtryggssonar, í því skyni að fræðast um orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík o.fl. Sigurður lét af störfum í fyrra eftir 44 ára þjónustu sem organisti kirkjunnar. — Hann var fyrst spurður um forsögu Fríkirkjuorgels- ins, þar var áður lítið þípuorgel. Hver smíðaði það? Þaö var danskur maður, Christiansen að nafni, trésmiður, sem vann á líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnsonar. Áður, 1903, hafði hann smíðað 14 radda orgel með 2 hljómborðum og fótspili fyrir dómkirkjuna. Það var tekið niður 1934 þegar núverandi orgel (Frobenius) kom. Þegar hann hafði lokið við uppsetningu dómkirkjuorgelsins tók hann til við smíði orgels fyrir Fríkirkjuna: Hann smíðaði allt tréverk á líkkistuvinnustofunni en pípur, spilaborð og annað efni hefur sennilega komið frá Danmörku. Orgelið var með 2 hljómborðum og fótspili. Það var tekið niður 1926, þegar núverandi orgel kom. Hvað varð um gamla orgelið? Það er nú saga að segja frá því. Það var rifið niður á 3 klukkustundum með kúbeinum og öðrum tólum og fleygt út. Það var auövitað stórskemmt, sumt af því var sett í salthús hjá „Alliance hf.“ en pípurnar upp á loft í kirkjunni, en 1936 keyptu oddfellówar það að ég held, en gátu ekki notað og seldu það aftur, það átti víst að bræða niður pípurnar. Það ertil ennþá og er uppi á lofti í FríkirkjunnL, nema húsið, framhliðin sem er horfin. Ég fór oft með pabba niður í Fríkirkju í tíð gamla orgelsins og studdi á ORGANISTABLAÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.