Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 4
nótur þegar hann var aö líta eftir ug stilla þaö. Það var dálítiðöðruvísi byggt en dómkirkjuorgelið, t.d. spilaborð voru til hliðar, sunnanvert og kórinn stóð fyrir framan og organistinn sá varla kórinn þar sem hann var hálfgert lokaður inni í horni. Registurvoru ekki útdregin heldurnotaðarvippur, „tastar" sem voru slegnir niður. Fótspilið var ágætt. Þetta var allt til uppi á háalofti í kirkjunni en pípurnar eru því miður nokkuð mikið skemmdar. Snúum okkur nú að orgelinu, sem nú er í kirkjunni. Já. Ég las það í dagbók Morgunblaðsins í maíbyrjun 1926 að „Lagaríoss" væri nýkominn og með skipinu hafi verið 42 kassar frá Þýskalandi, með orgel í Fríkirkjuna, 11 tonn að þyngd. Með skipinu kom orgelsmiður frá Sauerverksmiðjunni, Kramer að nafni, til að setja upp orgelið. Strax var hafist handa með uppsetninguna og aðstoðuðu pabbi og Pálmar (sonur hans) við það. Verkið tók 5-6 vikur. Sunnudaginn 27. júní hélt Páll (ísólfsson) konsert á orgelið. Ég var þá í sveit og las bara um þetta í blöðunum. Næsta sunnudag, 3. júlí að mig minnir, vígðu séra Árni (Sigurðsson) og Páll bróðir orgelið við messu. Pabba fannst nú að vígslan hefði átt að fara fram með konsert en það er önnur saga. Hverjir stóðu að orgelkaupunum? Jón Pálsson (bankaféhirðir) var aðal driffjöður þessa. Gefin voru út skuldabréf. Um 30 þekktir borgarar keyptu þessi bréf og munu ekki nærri allir hafa innleyst þau heldur gefið kirkjunni. Þegar búið var að gera upp kostaði orgelið allt í allt 41500 krónur. Eitthvað af orgelhúsinu var víst smíðað hérlendis. Annars fylgdist ég lítt með þessu öllu. Þó var mér kunnugt um aö Marcussen í Danmörku hafði gert tilboð en það þótti ekki hentugt og Páll valdi þetta og fór nokkuð eftir raddvali orgels Tómasar- kirkjunnar í Leipzig, sem þá var 72 raddir. Fríkirkjuorgelið er 36 raddir, þar af 3 „transmissiónir". Sauer var þekktur fyrir að nota raddir úr frönskum orgelum, t.d. harmonia aeteria, harmonique og viola d'amour, en þetta eru allt fremur veikar raddir. 1. tónborð var mun sterkara en 2. og 3. borð og þess vegna óhentugt við útvarpssendingar þar sem orgelið er 9 fet á dýpt, 11 á breidd og rúm 16 fet á hæð en aðeins einn hljóðnemi notaður við útsendingar. Árið 1956 kom Mund, sá sem setti upp orgelið í Hafnarfjarðar- kirkju, og lagaði (flýtti) svörun orgelsins með því m.a. að auka loftþrýsting og þétta belgi. Hann var 8 daga að þessu. Árið 1942 var orgelið allt hreinsað og sett í stand og önnuðumst við Pálmar og Bjarni sonur hans það. Aftur var orgelið tekið í gegn árið 1964 og önnuðust þeir feögar, Pálmar og Bjarni það verk. Margt fleira fróðlegt sagði Sigurður ísólfsson,en „Það er önnur saga". P.K.P. Því má bæta viö aö orgelnefnd þjóökirkjunnar hefur fjallaö um Fríkirkjuorgelið og lagt eindregið til aö orgelinu verði ekki breytt, en gert við allt í því sem þarf, þannig 4- ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.