Organistablaðið - 01.12.1983, Side 5

Organistablaðið - 01.12.1983, Side 5
aö þaö sé fullkomlega í lagi. Tilboð hefur þegar borist í þá vinnu. Hins vegar þykir æskilegt aö nýtt minna orgel (t.d. 15 radda) veröi sett í kirkjuna, niðri og notað eingöngu uns búiö er aö gera viö eldra orgeliö. Þannig gefst tími til að safna fé til endurbyggingar gamla orgelsins og gæti þá Fríkirkjusöfnuöurinn notið aöstpöar og framlaga velviljaöra manna til verksins. Varöandi fjölda orgela á Islandi skal upplýst aö þaö muni vera nál. 50 á landinu. Orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík EFTIR DR. ORTHULE PRUMUER Eitt af því fyrsta, sem útlendingur kemur auga á, er hann heimsækir ísland (aö frátöldu vondu veöri og augljósri náttúrufegurð) er það, aö á íslandi eru nær engin tré. Sé aðkomumaður líka organisti (eins og ég), stendur hann einnig frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd, að á íslandi eru nær engin orgel. Rétt er að geta þess, til þess að hreyfa aðeins við þjóðarstolti íslendinga, að Færeyingar eiga fjöldann allan af frábærum orgelum. Óþreyjufullur gengur vinur orgelsins frá einni kirkjunni til annarrar I þögulli von þess að rekast á eitt fallegt hljóðfæri. Á einni slíkri ferð kom ég I Fríkirkjuna I Reykjavík, þessa stórfallegu kirkju viö Tjörnina, því að ég hafði heyrt, að þar væri áhugavert hljóðfæri að finna. Það reyndist rétt, því að hljóðfæri þetta, orgel Fríkirkjunnar í Reykjavík, er einasta orgelið á landinu, sem byggt er í síðrómantískum stíl og á einnig uppruna sinn að rekja til þess tíma. Orgel Fríkirkjunnar var smíðað árið 1926 og er í raun sögulegt hljóðfæri. Fyrirtækiö „Sauer" í Þýskalandi, sem smíðaði orgelið, þótti meðal fremstu orgelverkstæða síns tíma. Því miður er orgelið nú í mjög slæmu ásigkomulagi og erfitt að ímynda sér, að hægt sé að spila á það, svo vel fari. Þó hélt enginn annar en dr. Páll ísólfsson þarna marga tónleika á sínum yngri árum og var mörg ár organisti Fríkirkjunnar. Var hljóðfærið byggt eftir tilsögn hans, enda var dr. Páll nemandi Karls Straubes og undir áhrifum hins gamla, rómantíska orgels Tómasarkirkjunnar í Leipzig. Bróðir Páls, Siguröur ísólfsson, var síðan organisti í Fríkirkjunni rúma hálfa öld, við mjög góðan oröstír. Nú ertekinn við organistastarfi þar ungur, tékkneskur organleikari, Pavel Smíd, mjög hæfur í sinni grein, en kona hans, VíolettaSmídóva, ereinnig hámenntaður organisti. í kringum 1920 varð mikil breyting og straumhvörf í sögu orgelsmíða, og átti Albert Schweitzer drjúgan þátt í þeim. Þetta leiddi til þess, að byrjað var á ný að smíöa orgel í barok-stíl, enda viðurkenndu menn nú, að ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.