Organistablaðið - 01.12.1983, Side 8

Organistablaðið - 01.12.1983, Side 8
Qömlu lögin og sálmasöngsbókin Sálmasöngsbók sú, sem enn er almennt notuð, er vissulega komin til ára sinna, útgefin 1936. Þrisvar hefir hún verið óbreytt Ijósprentuð, fyrst 1948, og tvisvar hefir út komið viðbætir við hana, 1946 og 1976 (með 30 ára millibili!) Borið saman við fyrsta útgáfuskeið kirkjusöngsbóka frá 1878 til 1926, er prentaðar voru sex bækur (Pétur Guðhjohnsen, Jónas Helgason, Bjarni Þorsteinsson, Sigfús Einarsson), en þetta eru tæp 50 ár, þá er á jafnlöngum tíma frá 1930 til 1984 aðeins útgefin ein einasta bók. Bendir þetta til mikillar deyfðar og áhugaleysis um kirkjusöng. Eða er máske núgildandi kóralbók svo góð, að ekki verði betur um bætt? Alltof lítið fer fyrir umræðu um þessi efni. Ber það vott um litla framfara-viðleitni, enda þótt augljóst sé, að kóralbókin sé löngu úrelt, og var í rauninni hálfgerð tímaskekkja þegar er hún leit dagsins Ijós 1936, enda standa óbreyttar í henni allmargar raddsetningar frá árinu 1885 (Jónas Helgason). Að því leyti höfum við búið við algjöra kyrrstöðu í heila öld; og oftastnær er kyrrstaða sama og afturför. Þegar blaðað er í þessari bók, sést fljótlega, að fjölmörg lög hafa aldrei átt þangað neitt erindi, enda er fjöldi upp tekinna laga aldrei notaður. Einna verst er þó, að kjarni siöbótarsöngva, sem við eigum í grallaranum, kemur hvergi fram í sinni réttu, upphaflegu mynd. Séu þau fyrir hendi, þá eru þau allavega afbökuð, bæði að laglínugerð, tónkyni og hljóðfalls-formi. Hér hefir því miður verið farið eftir fyrirmynd Péturs Guðjohnsen, sem reyrði allt í fjötra tilbreytingarsnauðs dúr-moll-kerfis og þunglamalegrar, ferstrendrar taktskipunar. Hér verður nú ekki frekar rætt um ágalla kóralbókarinnar, þótt af mörgu væri að taka (t.d. eru raddfærslugallar svo tíðir, að mjög fá lög sleppa þar ósködduð). Allir slíkir annmarkar, sem látnir eru slarka áratugum saman, stuðla ekki að bættum söng, heldur slæva dómgreind og þar af sprettandi góðan smekk. Hér er því um að ræða veigamikið, uþpeldislegt atriði. Tvö dæmi úr kóralbókinni skulu að síðustu tilfærð hér, bæði skráð sem umsungin grallaralög. Kemur þá í Ijós, hver vandi steðjar að útsetjara að aðhæfa vinnubrögð sín þeim stíl, er hæfir þessari laggerð, nefnilega modalisma kirkjutóntegunda. Gamalt passíusálmalag nr. 135, Greinir Jesús um græna tréð, er í raddfærslu Sigurðar Þórðarsonar; en hann var áratugum saman ötull stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur, höfundur vinsælla sönglaga og einlægur áhugamaður um alla þjóðlega músík-viðleitni. Grallara-lagið Nú látum oss líkamann grafa birtist hér tilsungið úr H O RGANI S'I'A I i LAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.