Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9

Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 9
munnlegri geymd. Samanburöur viö frummynd sýnir, að langt er vikið frá grallarans nótum. Við ritun slíkra laga verður að gæta þess, að millitónar (mikro-tónar: t.d. fjórðungstónar =kvarttónar) villi ekki um fyrir skrásetjara. Þannig er ekki öruggt að skrifa of lágt inntónað „a“ endilega sem „as“, ef það fjarlægist um of aðal-tóntak (tonalitet), eins og hér skeður; „a“ virðist vera nærtækari lausn, einkum með tilliti til eftirfarandi klásúlu á „e„ (minnkuð ferund vekur efasemd, as-e, og líka upphaf næstu Ijóðlínu á ,,a“). Þessum lögum hæfireinvörðungu búningsform kirkjutóntegunda. Einsog fleinar í holdi viðkvæms líkama verða hér allir leiðsögutónar (eru ekki til í modalisma), mishljómar og endingar-formúlur venjulegrar skóla-hljóm- fræði. Þetta kristilega alþýðulag ber þess og sárar menjar, að stíltökin hafi algjörlega brugðist. Þessir raddfærslu ágallar verða helstir: T.1, kyrrstæði, sjöundarhljómur; t.2, áherslu-samstigni fimmunda; t.3, leynd samstigni milli útradda; t.6, minnkaður sjöundarhljómur og loks t.8, %-hljómur. Annar ritstjóri kóralbókar, Páll ísólfsson, hefir hér útsett gamalt grallara-lag eftir viðhafnarmikilli söngvenju, Víst ert þú, Jesú, kóngur klár, nr. 141 b. Er býsna fróðlegt að sjá, hver breyting, öllu heldur ummyndun, hefir orðið á laginu (Skapari, stjarna, herra hreinn) frá frýgískum moll yfir í dúr. Páll var um langt skeiðforvígismaður íslenskra tónlistarmála, dómorgan- isti, skólastjóri og tónlistarstjóri. Sem tónskáld samdi hann smærri og stærri verk (Alþingishátíðarkantata), sem mörg hafa náð talsverðri útbreiðslu innanlands. Hann var mikill aðdáandi Brahms, og kennir hjá honum áhrifa hans. Svo sem fram kom hjá Sigurði Þórðarsyni, þá er útsetning Páls heldur ekki í stílfræðilegu samræmi við uppruna og aldur lags. Hreinir þríhljómar samsvara best söngvum „fomkirkju", án allrar „mengunar" ómstríðratóna, án of mikillar kúvendingar hljómstöðu. Kirkjulegur stíll (stilus ecclesiast- icus) var löngum í hávegum hafður og til hans gerðar háar kröfur, enda hafa margir af fremstu tónsköpuðum sinnatíma staðið í þjónustu kirkjunnar; en þar skipar Palestrina öndvegi (1525-1594). Klassískur stíll hans var brátt fyrirmynd að kontrapunkt-fræði (Berardi: Arcani musicali, 1690; Fux: Gradus ad Parnassum, 1725). Umrætt lag í forn-klassísku hymna-formi (metrum Ambrosianum: 4 Ijóðlínur, 8 samstöfur hver; fjórfalt karlrím, tvennskonar: a+-a+ / b+-b+), sýnir í umtakslegri sparsemd sinni (aðeins umfang sex tóna: hexakórd) býsna fjölskrúðugan feril og er þannig ágætt dæmi þess, hve mikið má tjá með aðeins örfáum tónum (sbr. gagnyrtan ræðumann, er segir mikið í fáum oröum). Hér er horfinn allur stirðleiki „ferkantaðra" sálmalaga, öll þunglega þrammandi samstöfu-talning. í óheftri einröddun sinni hefir óþekktur uppfinnandi þessarar laggerðar skreytt hana með líflegum tengi- og víxl-tónum, sem valda mestu um vissan léttleika lagrásar (tríólur). Lagið er ORGAXISTAHLAÐU) 9

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.