Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 12
Beethoven úr sérstakri bók hans, auk persónulegra bréfa f rá Mendels- sohn, Schumann, Liszt og Rossini. Þessar gersemar komu ekki í Ijós fyrr en McClintock fór aö taka til í gamla bænum, þar eö hann vantaði fé til framkvæmda. Datt honum í hug, aö e.t.v. mætti finna eitthvað gamalt og verömætt í bænum. Tón- verkið eftir Haydn er í mjög góðu ásigkomulagi, ritað á vandaðan pappír og vel frá því gengið í hirslum gömlu konunnar. Á fremsta blaði tónverksins má sjá hvar ritað hefur verið smáu letri, að það hafi verið keypt hjá útgáfu- fyrirtæki Haydns í Vínarborg árið 1829, tuttugu árum eftir dauða tón- skáldsins. Haydn var fæddur 1732. Hvernig það hefur komist í hendur ömmu McClintocks er hins vegar hulin ráðgáta. Gamla konan var þó kunn fyrir að safna ýmsu er laut að þekktum tónskáldum, en engan grunaði að hún ætti einhverfrumrit í fórum sínum. Annað hefur komið á daginn. 18 tvíradda safnaðarlög Blaðinu hefur borist snoturt hefti með kirkjulögum útsettum í tvíradda „hermistílformi" af Dr. Hallgrími Helgasyni. Hann nefnir bókina „Átján tví- radda safnaðarlög". Mörg lögin eru gamlir kunningjar og sama má segja um textana. Höfundur fylgir bókinni úr hlaði með nokkrum orðum og segir m.a.: „Ég notaði nokkur þessara kirkju- laga á stríðsárunum er ég var organisti við háskólakapellu. Aðrir hafa síðan bætst við. Ég veit af eigin reynslu að oft er torvelt að fá karlaraddir bæði í tenór og bassa. En með því að sameina karla í einni rödd ætti betri árangur að nást með minni fyrirhöfn. Ég held að menn ættu ekki að binda sig um of við fjórradda útsetn- ingar. Þríradda tónbálkur getur óm- að ágætlega (S,A og Bariton).“ Lögin í heftinu eru víðsvegar að svo sem frá íslandi, Svíþjóð, Finn- landi, Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Austurríki. Erfitt er að gefa lýsingu á útsetn- ingum laga, því hvet ég menn til að fá sér heldur eintak og meta síðan hver og einn. Hugmyndin er góð og framtakið ber að þakka því að vissulega er of lítið um útgáfu kirkjutónlistar í okkar fagra landi. K.S. „Hver var sú, sem gargaði síðasta lagið?" „Það var nú reyndar konan mín". „A, já, e, ágætis kona, hún hefur bara ágæta rödd, það er bara lagið sem er svo lélegt". „Ég samdi það". „Þegar ég dey vil ég láta grafa fiðluna mina með mér". „Þú ert heppinn að vera ekki organisti". 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.