Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 3
Andreas Peter Berggreen kvæði Jónasar „ Hvað er svo glatt“. Önnur merk dönsk tónskáld síðar tilkomin eins og Niels Gade og Heise urðu hins vegar nemendur Berggreen. Snemma ákvaö Berggreen að þjóna tónlistinni og safnaði m.a. þjóðlögum °9 lagði mikla rækt við að innræta dönsku þjóðinni söng við kirkjulegar athafnir. Menntun Berggreen á sviði tónlistar var þrátt fyrir allt ekki mikil. Hann var alinn upp í Hilleröd hjá frænda sínum, þar sem tónlist var í hávegum höfð. Þar lærði hann að leika á flautu og hóf að reyna fyrir sér ^eð tónsmíðar. Þrátt fyrir tónlistaráhuga forráðamanna hans skyldi honum komið til lögfræðings. Snemma bar þó á því, að hann sinnti meira sönglífi stúdenta en laganámi. Eins og hent hefur margan manninn, sem lætur sig 0onur lög meira skipta en þau sem í lögbókum og lagasöfnum standa, hætti hann laganámi og sneri sér af alefli að hugðarefnum sínum. Með aðstoð Weyse, þó aö mestu með sjálfsnámi, hóf hann að semja tónlist, sem bar miö9 svipmót læriföðurins. Ekki náði hann þó eyrum almennings í byrjun er> hlaut hins vegar lof danska tónlistarfélagsins. Þrátt fyrir það lét hann sér skeytingarleysi almennings að kenningu verða og samdi aldrei söngleiki eftir það, en frumraun hans var einmitt á því sviði. Á efri árum samdi hann að vísu tónlist við nokkur leikhúsverk Oehlenschlágers t.d. Sókrates. Árið 1838 gerðist Berggreen organisti við Þrenningarkirkjuna í Kaupmannahöfn °9 1859 hlaut hann þann heiður að vera skipaður yfirmaður söngmála í ORGANISTABLAÐIÐ 3 L

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.