Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 5
Þrenningarkirkja og Sívaliturn. fallið hafa fyrir gleymskunni, þótt vel hafi farið um þau í lifanda lífi. Eins er þessu öfugt farið í öðrum tilvikum. Því er ekki að neita að tónsmíðar Berggreen hafa sætt harkalegri gagnrýni og hafa af mörgum er þykjast hafa vit á þótt léttvægar og jafnvel einskis virði. Hvaða skoðanir sem menn annars hafa á þessu verður því ekki á móti mælt aö sálmalög hans hafa að fullu haldið velli. Sést það glöggt ef litið er til þeirra laga, sem, sungin eru í kirkjum landsins. Hver kannastt.d. ekki við lög eins og „ Ó Jesú bróðir besti“ og „Sem börn af hjarta viljum vér“. Þar sem önnur tónlist hefur ekki megnað að ryöja þessum hugljúfu, Ijóðrænu og taktvissu lögum burt, verður aö viðurkennast að lögin séu fjársjóður, sem þjóðin hefur tekið að sér að varðveita. Þaö segir ef til vill meira um gildi laganna en spekingsleg gagnrýni jafnvel hálærðustu manna. Ingimar Sigurðsson, lögfræðingur Heimildir: Islensk sálmasöngs- og messubók eftir Pétur Guðjónsson, gefin út af Hinu islenska bókmenntafélagi og prentuð hjá Thiele, Kaupmannahöfn, 1861. Musikkens Mestre, Danske Komponister eftir Ejnar Jacobsen og Vagn Kappel, Jul. Gjellerups Forlag, Köbenhavn 1947. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.