Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 20
persónuuppbót sem nemur 25% af desemberlaunum í 3ja þrepi 13. Ifl. Vinni hann hluta úr starfi skal hann fá greidda persónuuppbót í réttu hlutfalli við starf það, sem hann gegnir í desember. Kennarar tónlistarskólanna hafa fengið þessa desemberuppbót. Organist- um ber einnig að fá sinn hluta. III. „Bókun“ í sambandi við Kjarasamning. Áður hefur verið vakin athygli á grein Marteins H. Friðrikssonar í Organistablaðinu 8. árg. 3. tbl. bls. 10. Þarsegir: „Organleikari í Reykjavík, sem leikur hvern sunnudag við eina messu og æfir reglulega einu sinni í viku með kórnum, hefur a.m.k. 52% af 24. Ifl. Þess má geta að í þeim 52% er ekki innifalið organleikur við barnaguðsþjónustur, æfingar með ferming- arbörnum og tónleikahald." IV. Veikindaleyfi Organleikari á rétt á veikindaleyfi og gilda þar um sömu reglur og um opinbera starfsmenn. Forfallist organleikari vegna veikinda, skal hann, ef þess er kostur, aðstoða sóknarnefnd við útvegun staðgengils. V. Lífeyrissjóðsmál Samkvæmt lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisrétt- inda, sbr. Stjórnartíðindi A, nr. 55/1980, hafa allir þegnar landsins lífeyrisréttindi frá 1. júní 1980. Af föstum mánaðarlaunum á því að greiða iðgjald, 6% frá launagreiðanda og 4% frá launþega til þess lífeyrissjóðs, sem organleikari á aðild að og óskar eftir að greitt sé til, eða til Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Nauðsynlegt er að organleikari njóti lífeyrissjóðsréttarins. Þetta þurfa sóknarnefndir og organleikarar að athuga. Rétt er að vekja athygli á því að kjarasamningar kennara eru enn í í endurskoðun og breytinga sennilega að vænta áður en langt líður. K.S. 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.