Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 23

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 23
Orgel 1904 — 1934. Um þetta orgel nægir aö vísa til hinnar ágætu og skilmerkilegu greinar Siguröar ísólfssonar í 3. tbl. 15. árg. þessa blaðs. Orgeliö var smíðað hér á landi. (Mér er ekki kunnugt um nema þrjú orgel, sem hafa verið smíðuð hér á landi). Það þótti hljómfagurt. Á það hélt Páll ísólfsson fyrstu tónleika sína hérlendis 5. mars 1916. Og á það lék Sigfús Einarsson sína orgeltónleika. Ég ympraði á því, að þetta hefði verið gott orgel. Þegar það var látið víkja úr Dómkirkjunni var það selt til ísafjarðar. Þar sannaði það gildi sitt til 1958. Þá gerðist það að þýskur orgelsmiður dæmdi það úr leik. „Orgelið er nú forgengið að öðru leyti en því, að sex raddir þess hljóma í orgeli Selfosskirkju". (Sig. (s.) Ekki er kunnugt um annað en að vel hafi tekist þar aö fella saman gamalt og nýtt. En að fráskildum þessum sex pípuröðum' er orgelið forgengið svo að ekki er eftir urmull af því svo kunnugt sé. Orgel 1840 — 1894. Gamli söngurinn var fastur fyrir. Hann hefur áreiðanlega verið góður á margan hátt. Ég held að Reykvíkingar hafi verið framfarasinnaðir — og stórhuga þegar þeir vildu fyrir hvern mun fá orgel í Dómkirkjuna og söfnuðu til kaupanna. Yfirvöldin tóku því vel. „Blessaður veri Barðenflett". Þetta orgel kom 1840. Frá því er nokkuð sagt í 1. tbl. 9. árg. Organistablaðsins. Énnfremur er smágrein í næstsíðasta blaði og minnst á það í greininni um ..Weyse - handritið" og loks er fréttagrein um það í síðasta blaði. Ég held að orgelið hafi verið vandað, bæði efni og smíði. Það entist yfir 50 ár. Reyndar var það farið að gefa sig upp á síðkastið, enda skorti það ^lgerlega nauðsynlegt viðhald. Orgelið var lítið og því ófullkomið til þess oð leika á þaö stór orgelverk. — (Nú á síðustu árum hafa verið flutt til landsins orgel af svipaðri stærð og hafa þótt duga vel í litlar kirkjur). Árið 1894 þótti Það ekki lengur nothæft sem kirkjuhljóðfæri í því ásigkomulagi sem það var, og því látið víkja. Saga þess frá þeim tíma virðist mér nokkuð óljós. V|'st er, að það hefur legið lengi uppi á dómkirkjulofti (hálofti) og þar safnast á það mikið ryk. Nú er það komið í örugga vörslu í Þjóðminjasafninu. Það er gott að vita til þess að það sem eftir er af þessu orgeli er nú komið í góða geymslu. Það er merkilegur minjagripur. En ólíklegt held ég að nokkurntíma verði hægt að gera það svo í stand að hægt verði að spila á það. Það yrði Þá að langmestu leyti annað hljóðfæri en það sem kom í Dómkirkjuna 1840. Orgel 1840 — 1894 — Orgel 1904 — 1934 — Orgel 1934. Hér er auðsjáanlega „gat“. Hvaö var 1894 — 1904? Það var harmoníum. ORGANISTABLAÐIÐ 23

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.