Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 24
Hvernig stóö á því aö keypt var harmóníum til Dómkirkjunnar? Því er ekki auðsvaraö. Getur verið aö þaö hafi veriö lögö ráö sem reyndust ekki holl ráö, a.m.k. aö dómi manna nú, 90 árum seinna. Harmóníum voru þá, til þess aö gera ný hljóöfæri á markaðnum. Þessi geöþekku hljóöfæri náöu skjótri útbreiðslu. Fyrir aldamót voru þó nokkuð mörg komin hingaö til lands, bæöi í kirkjur og heimili. Þau uröu meö tímanum svo fullkomin aö smíði og gerö, að merkistónskáld fóru aö semja tónverk fyrir harmóníum — sbr. orgelverk, þíanóverk. Þau hafa verið notuð í kirkjum, á hljómleikum, til undirleiks, einleiks og í hljómsveitum (en þá oftar í því tilfelli í staö blásturshljóðfæra, ef þau voru ekki fyrir hendi). Harmóníum eru miklu ódýrari en orgel. Það vita allir, sem eitthvaö hafa komið nálægt orgelkaupum, að það er meira að gera en rétt að segja það, að kaupa orgel. Ég er ekki að segja aö um þessar mundir hafi veriö „fjárlagagat" hjá Fteykjavíkursöfnuði, sem erfitt hafi reynst aö fylla nema meö einhverskonar Sþarnaði. Pípuleiöin var þá ekki fundin. Hvaö um þaö. Harmóníum var þaö og harmóníum er það. Það er nú — eftir harða útivist eins og orgelið — komiö í örugga vörslu hjá Þjóðminjaverði. Gamla orgelið var gengið úr sér. Það hafði verið gert við það eftir að það bilaöi „á tririitatishátíð 1859“, en var 1894 í því ásigkomulagi að nauðsynlegt þótti að kauþa nýtt eins og dæmin sanna. 1. Ár 1892. Vísitatía — Þórarinn Böðvarsson. — Orgelið er enn við það sama og verður endurnýjuð umkvörtun um þetta. 2. Árið 1894 — Prófastsvísitatía. — Nýtt harmoníum hefur veriö keyþt í kirkjuna. — Þórarinn Böðvarsson. 3. Reikningur Reykjavíkurdómkirkju fyrir árið 1897 — Tekjur — 7. fyrir organ kirkjunnar, er selt var með leyfi landshöfðingja. Fskj. 6 — Kr. 40.00. Þorkell Þorláksson. Og svo höldum við áfram. 4. Prófastsvísitatía 1904 — Jens Pálsson — Nýtt orgel er verið að smíða í kirkjuna og er nokkur hluti þess fullgjör og tekinn til afnota við guðsþjónustur. 5. Reikningur Reykjavíkurdómkirkju fyrir árið 1904. Fard. árið 1903- 1904) — Borgað uppí andvirði pípuorgels m.m. fskj. 63 — 64 — kr. 560.00. 6. „Nýtt pípuorgel er og væntanlegt í dómkirkjuna nú með vorinu og er sannast að segja ekki vanþörf á því, annað eins hljóðfærisskrifli og sú kirkja hefur mátt búa við í svo mörg ár.“ (Verði Ijós). 7. Bráðum verður farið að nota nýtt og vandað orgel, er landssjóður hefur keypt handa kirkjunni fyrir 5000 kr. og er það stórmikil umbót, því að „harmóníum" það, er notaö hefurveriðsíðangamlaorgelinu varfargað, gat 24 ORCiANI STA BI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.