Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 27
Páll Kr. Pálsson heiðraður í fjölmennu samsæti. Hinn 20. des. 1984 voru liðin 70 ár trá því Hafnarfjarðarkirkja var tekin i notkun. Tímamótanna var minnst í kikjunni með jólavöku þann 16. des. Helgi Bragason lék á orgelið. Eftir athöfnina í kirkjunni var kirkjugestum boðið til samsætis. Þar var þess sérstaklega minnst aö Páll Kr. Pálsson, söngstjóri og orgelleikari lét af störfum á árinu. Honum voru þökkuð góð störf. Vegna veikinda gat Páll ekki verið viðstaddur. Hrafn sonur hans veitti viðtöku gjöf frá söfnuðinum, fögrum „borð-platta“ sem Gunnar Hjaltason hafði gert. Á plattanum er mynd af kirkjunni og orgelpípur greyptar í plattann. Gjöfin er táknrænn þakklætisvottur fyrir orgelleik og söngstjórn um 33 ára skeið. Við sömu athöfn lék Jónas Ingimundarson á hljómmikinn konsert-flygil af Atlas gerð. Flygillinn er gjöf safnaðar og bæjarfélagsins til kirkjunnar. Bæjarfélagið lagði fram 150.000 kr. til kaupanna og söfnuðurinn 100 þúsund, en kaupverðið var 250 þús. kr. Útdráttur úr frétt l„ Borgaranum" blaði félags óháðra borgara I Hafnarfirði. Sigurður G. ísólfsson sæmdur Riddarakrossi. Siguröur G. ísólfsson, fyrrv. organleikari Fríkirkjunnar í Reykjavík var sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl, fyrir tónlistarstörf. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir afhenti honum, og átta öðrum orðuþegum, þessa heiðursviðurkenningu í síðdegisboði að Bessastöðum. ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.