Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 29

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 29
16. Saga í sendibréfum. Áriö 1967 kom út bók meö þessu nafni. Þetta eru, eins og segir á titilblaöinu „fréttir úr ævi séra Sigtryggs á Núpi.“ Finnur Sigmundsson landsbókavöröur tók saman. Meiri parturinn eru sendibréf frá sr. Sigtryggi °9 fjöldinn af þeim til Kristins á Núpi, bróöur hans. Sigtryggur minnist áýmsa tónlistarviðburði sem geröust um og fyrir síöustu aldamót og menn, sem þar koma við sögu. Steinkirkju, 24. júlí 1890. Af Akureyri fór ég fram í Hrafnagil og út að Þverá um kvöldið, því ég frétti aö bræður væru búnir aö fá nýtt orgel, og þoldi mér því ekki viö. Vöktum viö viö þaö fram á nótt, og svo vaknaði ég tímanlega um morguninn. Orgelið er víst gott, frá Lund, hefur fimm áttundir, nokkru breiðara en okkar orgel, kostaöi 140 kr. 1. janúar 1892. Sigurgeir frá Stóruvöllum í Báröardal kom hér suður í haust til þess aö læra á „fortepíanó". Gengur honum það mjög vel, og hann er þegar orðinn frægur hér bæöi fyrir það og fiöluna sína. Á milli þátta í leikum skólapiltanna lék hann á hana, en fiðluröddin (lagið) var leitt með „harmóníum". — Sjónarleikir veröa haföir hér við og við, og tel ég víst að Sigurgeir veröi fenginn til þeirra.--- Reykjavík 4. jan. 1894. Til þess aö auka hátíðardýrðina voru notuö horn í kirkjunni á jólanóttina og jóladaginn. Var í hvort tveggja skipti leikiö á þau lagiö næst á undan ræöunni og sunginn með fyrsti tenor, um kvöldið „Heims um ból“, um daginn. „( dag er glatt í döprum hjörtum". Fyrir jólin söng söngfélagið frá 14.jan. 1891 fyrir almenning. Ég hlustaöi á (í fyrsta sinn, sem ég hef keypt mig inn á „consert"), vel sungið, eitt lag eftir Helga: „Þaö mælti mín móöir (úr Egilssögu), ekki sérlega tilkomumikiö, aö mér fannst, annað eftir Jón Laxdal, fremur laglegt. Organistablaðið Útg. Félag íslenskra organleikara Formaður: Kristján Sigtryggsson. Gjaldkeri: Guðni Þ. Guðmundsson Ritari: Glúmur Gylfason. Afgreiðslumaður blaðsins: Þorvaldur Björnsson Efstasundi 37 R. Prentað í Borgarprent. Kristján Sigtryggsson ábm. ORG ANISTABLAÐIÐ 29

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.