Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.12.1984, Blaðsíða 30
---- Fyrra mánudagskvöld bauð einn söngfélaginn „frá 14. jan.“ mér á konsert, sem þeir höfðu fyrir vini og vandamenn, og var hann blátt áfram sagt ein með þeim skemmtilegustu stundum, sem ég hef lifað. Söngraddirn- ar voru: 1. Karlmannakór (fjórraddaður náttúrlega); 2. Karlmannssóló, accompagneruð með harmoníum, og 3. Fíólíns-sóló, accomp. með tveim harmoníum. Hið síðastnefnda var það sem sérstaklega hreif mig. Það er ómögulegt að lýsa því ástandi, sem slíkt getur leitt mann í, og ég kann ekki viö að kalla það „skemmtilegt", því manni liggur nærri því eins nærri að gráta og að hlæja. Á fiðluna lék Þorsteinn nokkur járnsmiður hér vestur í bænum og hefur víst gjört það mæta vel. Á harmoníin léku Brynjólfur Þorláksson og Jón Laxdal. Þau voru bæði frá Andersons-verksmiðjunni í Stokkhólmi og þarf ekki annars að geta þeim til meðmælingar. ---- Þóroddsstað, 13. marz 1902. Heyrt hef ég, að í ráði sé að efna til stór-söngsamkomu hér í sýslunni í vor undir stjórn Sigurgeirs á Stóruvöllum. Söngmenn: karlmenn þeir er sungu á aldamótasamkomunni í sumar sem leið, en þeir voru úr flestum sveitum sýslunnar. Æfing á að verða á Ljósavatni á skírdag. 17. Magnús Stephensen: lln.oir dtfcr f)ína igoo, og norfra ftitnð optir í)<Mtn; ttib meffuctjorbic fnrft (Drtfelbeifé* ('ljóbfcvrt t einni firPju mittni ab £eicd f 23orqfltfii'&i, fit (cfc áfcib árib 1803, h <c.tn6i þefð fltitti (ab til fín aö j^nmaíjólnn. Eftirmæli 18. aldar. 30 ORG ANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.