Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 14
eiginleika aö gera öllum hlutum sem best skil, hvort sem var í hljóðfæraleik, kórstjórn eða öðru starfi. Ýmsir leggja mikið upp úr því að láta mikið eftir sig liggja af því sem geymast á um ókomna daga svo sem hljóðritanir eða bækur sem þeir hafa skrifað. Ég held að það sem einkum varðveitist fremur öðru sé framkoma mannaog þau áhrif til góðs erstafafrá þeim álífsleiðinni. Þau áhrif taka sér bólfestu í hugum manna er þeim kynnast og koma síðan fram í breytni þeirra og flytjast þannig áfram til komandi kynslóða. í vöggugjöf hafði hann fengið trúmennsku og samviskusemi og við finnum að því fleiri sem slíkir menn eru því nær komumst við því takmarki sem okkur er ætlað. Jarðarför Ólafs Guðmundssonar var í þann mund er organistar hvaðanæva af landinu voru á námskeiði í Reykjavík. Við útför hans aðstoðaði hópur þeirra, kór Ólafs, kirkjukór Hvanneyrarkirkju við sönginn. Þar var einnig leikið á harmonikku með fínlegum blæbrigðum sem þetta sérstaka hljóðfæri býr yfir. Presturinn talaði af næmi og innsæi um líf hans og list. Yfir þessari athöfn hvíldi óvenjulegur helgiblær. í hugum þeirra er fylltu kirkjuna voru þakkir og hlýja til hins látna sem í lífi sínu hafði ætíð minnt á vorið og vermandi sól. Fordæmi hans verður okkur fyrirmynd — okkur sem enn eru gefnar nokkrar stundir. Ég sendi samúðarkveðjur elskulegri eiginkonu hans, börnum, barnabörn- um, bræðrum, kjörsystur oa föður. Minning hans lifi. Skrifað í apríl 1986. Haukur Guðlaugsson. Vígsluhátíð í Hallgrímskirkju Hafinn er undirbúningur tónlistarhátíö- ar í tengslum við vígslu Hallgrímskirkju f Reykjavík. Fyrirhugaö er aö dreifa tón- listaratriðum hátíöarinnar á heilt ár frá vígslunni. Tónskáldum var skrifað bréf og þau beðin um tillögur að nýjum tón- verkum af þessu tilefni. Nokkur tónskáld hafa lagt fram tillögur að stórum verkum, Hallgrímspassíu, páskaóratóríu, messu o.fl. og þegar liggur fyrir eitt verk, Introitus við vígslu fyrir 14 málmblásara, pákur, kór og orgel eftir Áskel Másson. Listvina- félag Hallgrímskirkju sér um skipulagn- ingu hátíðarinnar. 14 ORGANISTABLAÐIÐ Ný sálmalög Listvinafélag Hallgrímskirkju pantaði sálmalög til safnaðarsöngs við sálma í sálmabókinni hjá fimm þekktum tón- skáldum til að koma til móts við þörfina fyrir sönghæf lög við sálma, sem ein- göngu eru flytjanlegir af kór. 4. maí s.l. voru þrjú þessara nýju laga kynnt og sungin í „sálmamessu,, i Hallgrímskirkju. Sálmarnir eru : nr.28, Festingin víða, við lag eftir Atla Heimi Sveinsson, nr. 356, Þú Guð, sem veizt og gefur allt, við lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson og nr. 390, Ég trúi á Guð, með lagi eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Von er á fleiri nýjum sálma- lögum.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.