Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 01.09.1987, Blaðsíða 1
ORGANISTABLAÐIÐ l.tbl. 19. árg. Ný orgel Þaö er víöa veriö aö kaupa ný orgel í kirkjur á íslandi, auk þess sem marg- arsóknir hafa áætlanir um aö kaupa orgel í náinni framtíö. Margar nýjar kirkj- ur eru í smíöum og þarfnast hljóöfæris og einnig er veriö aö fá ný hljóöfæri í eldri kirkjur eða aö þær eru að fá orgel í fyrsta sinn, sem leysa harmonium af hólmi. Sóknunum er nokkur vandi á höndum þegar velja á orgel og orgel- smið. Orgelin eru í langflestum tilvikum sérsmíðuð fyrir viðkomandi kirkjur, því þau þurfa að hæfa hljómgun, stærð og útliti kirkjunnar. Staðsetning hljóð- færisins getur oft verið vandamál. í eldri kirkjum er það oft skiljanlegt og þarí þá stundum að gera ýmsar breytingar og lagfæringar svo nauðsynleg ytri skilyrði fyrir hljóðfærið séu til staðar, svo sem rými, hiti og rakastig, svo nokk- uð sé nef nt. Hitt er aftur á móti óskiljanlegt að oft vill „gleymast" að hugsa fyrir stærð, útliti og staðsetningu orgels, þegar ný kirkja er teiknuð. Hér virðist ríkja mikil vankunnátta á þeim lögmálum sem orgelsmíði lýtur. Þess eru dæmi að menn haldi að orgelið sé aðeins sjálft spilaborðið og því skortir oft rými (ekki síst lofthæð) fyrir hljóðfæriö. Hér er nauðsynlegt fyrir sóknarnefnd- ir og arkitekta að fá fagfólk til liðs við sig, áður en staðsetning orgelsins og það rými sem því er ætlað er ákveðið. Hér nægir að minna á að til er orgel- nefnd þjóðkirkjunnar og veitir söngmálastjóri henni forstöðu. Hvaða orgelsmið skal svo velja? Hér skulu ekki nefnd nein nöfn, heldur minnt á að orgelsmíði er í eðli sínu nytjalist. Á síðustu 2-3 áratugum hefur gerst mikið innan orgelsmíðinnar og það er athyglisvert að augu manna hafa opfiast fyrir hvernig orgel fyrri tíma voru smíðuð einkum m.t.t. innri byggingar og efnisvals. Þetta hefur m.a. leitt til þess að nær allir orgelsmiðir okkartíma, smíða eingöngu s.k. mekanisk hljóðfæri, þar sem beint mekanískt samband ar á milli hljómborðs og ventla í vindhlöðum. Á síðustu árum hefur orgelmark- aður þrengst mjög víða erlendis. Samkeppni á orgelsmiða hefur aukist og því bjóða margir lág verð til að komast inn á nýja markaði. Vert er að minna

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.